is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27624

Titill: 
  • Hvíldarspenna grindarbotnsvöðva kvenna með legslímuflakk: For-rannsókn
  • Titill er á ensku Resting tone of pelvic floor muscles in women with endometriosis: Pilot study
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Legslímuflakk er ágengur sjúkdómur sem lýsir sér þannig að legslímufrumur finnast utan legs. Hann einkennist af verkjum í grindarholi sem geta þróast í langvinna verki. Greiningartími er langur og eru konur oft með einkenni í langan tíma án viðeigandi meðferðar. Það getur leitt af sér yfirspennu í grindarbotnsvöðvum og erfiðleikum að ná fram slökun. Þar geta sjúkraþjálfarar veitt meðferð og nýtt sérþekkingu sína á stoðkerfi líkamans.
    Markmið: Að bera saman hvíldarspennu grindarbotnsvöðva kvenna með legslímuflakk og kvenna sem ekki hafa sjúkdóminn.
    Aðferð: Einblind þversniðsrannsókn á 22-52 ára konum. Alls voru 15 konur í rannsóknarhóp og 15 konur í viðmiðunarhóp. Hvíldarspenna grindarbotnsvöðva var mæld með þrýstingsmæli (Gymna Myo 200TM) í leggöngum. Þátttakendur svöruðu spurningalista um stoðkerfisverki, líkamlega virkni og fleira.
    Niðurstöður: Í þrýstingsmælingum var ekki marktækur munur milli hópa: meðaltal grunnhvíldarspennu (p=0,18), hvíldarspennu eftir endurtekna hámarkssamdrætti (p=0,06) eða hækkun á hvíldarspennu úr fyrstu hvíld eftir fyrsta hámarkssamdrátt og þar til eftir endurtekna hámarkssamdrætti (p=0,41). Konur í viðmiðunarhópi virðast líkamlega virkari en þær sem eru í rannsóknarhópi ef horft er til atvinnu og hreyfingu í frítíma. Stór hluti kvenna í rannsóknarhópi segjast almennt finna fyrir stoðkerfisverkjum en fáar hafa nýtt sér sjúkraþjálfun sem meðferð við einkennum sjúkdómsins.
    Ályktun: Niðurstöður þessarar forrannsóknar byggja á litlu tölfræðilegu afli en gefa vísbendingar fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði. Gagnreynd þekking er sjúkraþjálfurum nauðsynleg til að vinna á rót vandans hvað varðar einkenni og afleiðingar legslímuflakks.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Endometriosis is a progressive disease that is defined as progression of endometrium outside the uterine cavity. It’s a painful condition which can without treatment result in chronic pelvic pain. Women experience delays in diagnosis while undiagnosed pain complaints remain. It can lead to secondary changes in the musculoskeletal system such as overactive pelvic floor muscles which demonstrates slow relaxation. Physical therapists can take part in the treatment for those women because of their expertise in musculoskeletal system.
    Aim: To compare resting tone of pelvic floor muscles in women with endometriosis and those who don’t have the disease.
    Methods: A cross-sectional, single blinded study. 15 asymptomatic women in control group and 15 women with endometriosis participated in the study aged 21-52. Perineometer (Gymna Myo 200TM) was used to assess pelvic floor muscle tone. Questionnaire including musculoskeletal symptoms and physical activity was submitted.
    Results: In the assessment of resting tone of pelvic floor muscles there was no significant difference (p=0.18) between groups. Neither was significant difference of resting muscle tone between repeated contraction between groups (p=0.06) nor hightened muscle resting tone between repeated contraction (p=0.41). Women in control group seemed physically more active at their occupation and leisure activities. High proportion of women with endometriosis experienced musculoskeletal pain but only few have attended physical therapy because of the symtoms attributed to the disease.
    Conclusion: More studies are needed in this field for physical therapists to provide treatment based on evidence based knowledge to manage symptoms and effects of endometriosis.

Samþykkt: 
  • 18.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf140,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hvíldarspenna grindarbotnsvöðva kvenna með legslímuflakk.pdf1,97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna