is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27628

Titill: 
  • Tengsl vanstarfsemi grindarbotnsvöðva, kviðvöðva og óstarfrænnar öndunar: Tilfellarannsókn
  • Titill er á ensku The relationship between pelvic floor muscles, abdominal muscles and dysfunctional breathing: A case study
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fræðilegur bakgrunnur: Við eðlilega öndun verður samstillt hreyfing á brjóstkassa ásamt kvið. Óstarfræn öndun verður þegar æskilegar öndunarhreyfingar raskast. Magálsvöðvagliðnun verður þegar bilið á milli kviðvöðvanna eykst og getur það haft áhrif á bæði líkamsstöðu og vöðvastjórnun. Samband er á milli virkni kviðvöðva og grindarbotnsvöðva og hefur vanstarfsemi í grindarbotnsvöðvum áhrif á vöðvavinnu kviðvöðva og öfugt. Áreynsluþvagleki verður vegna vanstarfsemi í grindarbotnsvöðvum og kemur fram við líkamlegt álag. Vanstarfsemi í grindarbotnsvöðvum getur haft víðtæk áhrif á líf einstaklings, bæði líkamlega og félagslega.
    Markmið: Markmið þessa lokaverkefnis í sjúkraþjálfun var að lýsa einkennum, skoðun, meðferð og árangri meðferðar hjá söngkonu sem leitaði til sjúkraþjálfara vegna erfiðleika með öndun við söng og mæði við hlaup. Jafnframt var markmiðið að tengja niðurstöður meðferðar við staðfestar rannsóknir á sviðinu og fjalla um hvernig þær útskýra einkenni hennar.
    Efni og aðferðir: Einstaklingurinn var fjölbyrja á fertugsaldri sem leitaði til sjúkraþjálfara árið 2012 vegna mæði við söng og hlaup, og áreynsluþvagleka. Mælingar voru gerðar á öndunarhreyfingum og öndunarmynstri með ÖHM Andra, spírómetríu og Voldyne. Styrkur grindarbotnsvöðva var mældur með Myomed 932.
    Niðurstöður: Einstaklingurinn var með óeðlilegar öndunarhreyfingar ásamt því að vera með magálsvöðvagliðnun, vanvirkni í grindarbotnsvöðva og áreynsluþvagleka. Með inngripi sjúkraþjálfara náði einstaklingurinn að leiðrétta öndunarhreyfingar og öndunarmynstur sitt, styrkja kvið- og grindarbotnsvöðva. Á fjórum vikum náði einstaklingurinn að breyta öndun sinni úr hárifja öndun í þindaröndun. Í kjölfarið minnkaði mæði og úthald jókst.
    Ályktun: Mikilvægt er að horfa á einstaklinginn í heild sinni en ekki einblína aðeins á eitt vandamál hans. Óstarfræna öndunin sem hafði verið til staðar hjá einstaklingnum í áratug gæti hafa verið afleiðing af veikum grindarbotns- og kviðvöðvum.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Breathing is a coordinated movement of the upper and lower chest and the abdomen. Dysfunctional breathing happens when this coordinated movement is disturbed. When the space between the abdominal muscles is increased it is called Diastasis Recti Abdominis (DRA). DRA can affect muscle control and posture. Abdominal muscles are under the influence of pelvic floor muslces, if there is a dysfunction in one of the two it can affect the other. Stress urinary incontinence occurs when there is a dysfunction in pelvic floor muscles and arises from physical activity. This dysfunction can affect the quality of life for the indivitual both physically and socially.
    Aim: The aim of this thesis was to describe the symptoms, diagnosis, treatment and results of treatment for an individual which are both a singer and a runner. The individual sought physical therapy because she had trouble breathing during singing and dyspnea when she ran. Furthermore, to link the treatment results with known results from other researches and use common knowledge to describe her symptoms.
    Methods: Multiparous woman in her forties that sought after physical therapy in the year 2012. She had shortness of breath during singing and running. The equipment that was used during the research; Andri, spirometer, Voldyne and Myomed 932.
    Results: The individual had an irregular breathing pattern, DRA and stress urinary incontinence. With physical therapy the individual corrected her breathing pattern and movements. Also, abdominal and pelvic floor muscle strength increased. On a four-week period the individual changed her breathing from a high-costal breathing to diaphragmatic breathing. Resultantly dyspnea decreased and her endurance increased.
    Conclusion: It is important to look at the individual as a whole and not to focus only on one problem. The dysfunctional breathing that the individual had had for a decade could have been the consequence of weakened pelvic floor- and abdominal muscles.

Samþykkt: 
  • 19.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil pdf.pdf1,62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg99,87 kBLokaðurYfirlýsingJPG