is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27631

Titill: 
  • Íslenski atferlislistinn: Þáttabygging í úrtaki feðra 3-5 ára barna
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenski atferlislistinn er frumsaminn listi og er þroskamiðað mat á hegðun og líðan barna. Listinn, í þeirri mynd sem hann var lagður fyrir í þessu úrtaki, samanstóð af 90 atriðum sem saman meta félags-, tilfinninga- og siðferðisþroska barna. Hann hefur ekki verið lagður fyrir í núverandi mynd áður en einstakir þættir hans hafa verið lagðir fyrir í úrtaki mæðra. Feður hafa ekki svarað listanum áður. Gert var ráð fyrir því að þáttabygging yrði svipuð og í úrtaki mæðra en þar hafa þrír þættir verið stöðugir: Félagstilfinning, Skaplyndi og einnig Félagsfærni sem hefur þó ekki verið eins stöðugur og hinir tveir. Þá hafa þættirnir Athygli og Hegðun verið lagðir fyrir og verið stöðugir milli úrtaka mæðra. Búist var við að þáttagreining myndi leiða í ljós fimm þætti: Félagstilfinningu, Skaplyndi, Athygli, Hegðun og fimmta þátt sem talið var að gæti tengst félagsfærni. Listinn var lagður fyrir í úrtaki feðra leikskólabarna á aldrinum þriggja til fimm ára (N = 195). Í kjölfar atriðagreiningar var atriðum fækkað um 28. Atriðin 62 sem eftir stóðu voru þáttagreind og gáfu niðurstöður til kynna fimm þætti: Félagstilfinningu, Einbeitingu, Tilfinningastjórn, Skaplyndi og Hegðunarstjórn. Þættirnir skýra tæplega 49% af dreifingu atriða og eru þeir allir normaldreifðir. Áreiðanleiki þeirra er viðunandi, frá 0,85 (Hegðunarstjórn) til 0,93 (Félagstilfinning). Fylgni á milli þeirra er há og er á bilinu 0,46-0,67. Lægst er fylgnin á milli Félagstilfinningar og Einbeitingar en hæst á milli Skaplyndis og Tilfinningastjórnar. Fylgni á milli þátta og aldurs er mjög lág. Þáttabyggingin er ekki í samræmi við það sem búist var við og má hugsanlega rekja það til smæðar úrtaksins. Listann þyrfti að leggja fyrir aftur í mun stærra úrtaki feðra til að kanna þáttabyggingu. Í framhaldinu væri hugsanlega hægt að afla upplýsinga frá feðrum með listanum til að meta hegðun og líðan hjá börnum eða við rannsóknir á eðlilegum félags-, tilfinninga- og siðferðisþroska barna.

Samþykkt: 
  • 22.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.jpg85,94 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Íslenski atferlislistinn, þáttabygging í úrtaki feðra 3-5 ára barna.pdf2,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna