is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27642

Titill: 
 • Allir á hlaupum : upplifun nýliða í stétt framhaldsskólakennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á líðan og upplifun nýliða í íslenskum framhaldsskólum og hvaða stuðningur reynist þeim gagnlegastur. Við lifum á tímum örra samfélagsbreytinga þar sem nám og kennsla á 21. öldinni er í kastljósi og nýrrar hæfni í atvinnulífinu er krafist. Nýir kennarar þurfa að mæta þessum kröfum og umhverfi vandlega undirbúnir hvað menntun varðar en ekki síst vera studdir með ráðum og dáð af þeim sem reyndari eru.
  Átta nýir framhaldsskólakennarar, konur og karlar, tóku þátt í rannsókninni og komu þeir úr ólíkum skólum af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.. Rannsóknin var eigindleg og hverfðist um hálf-opin viðtöl sem tekin voru í upphafi árs 2016.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fáum nýliðum í stétt framhaldsskóla mæti skipulögð leiðsögn og/eða formlegur stuðningur. Fyrsta starfsárið reynist þeim oftar en ekki þrautaganga með miklu vinnuálagi og langri vinnuviku. Þeir eiga oft erfitt með að skilja að starfið og einkalíf. Þeir óska eftir öflugri leiðsögn og stuðningi og eru meðvitaðir um mikilvægi leiðsagnar fyrir starfsþróun sína. Viðmælendum mætti oftar en ekki stuðningur samstarfsmanna eftir óformlegum leiðum en þeir þurftu að eiga frumkvæði að því að sækja sér stuðninginn. Skólamenningin í framhaldsskólum er ekki endilega mjög styðjandi við nýja kennara þar sem framhaldsskólakennarar starfa oft í einangrun og minni hefð er fyrir samstarfi. Engu að síður er engin uppgjöf í nýliðunum sem tóku þátt í rannsókninni. Þeir sýndu skuldbindingu við kennarastarfið og ekki síst nemendur.
  Út frá rannsókninni má álykta að stuðningur við nýja framhaldsskólakennara mætti vera meiri og skipulagðari. Erlendar og innlendar rannsóknir sýna að í húfi er dýrmæt og öflug starfsþróun, ekki einungis fyrir þann sem leiðsögn þiggur heldur líka fyrir þann sem leiðsegir. Með því að flétta skipulagða leiðsögn og stuðning inn í skólastarf gætu framhaldsskólar stigið mikilvægt skref í átt að starfsævilangri kennaramenntun.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to shed light on new teachers’ well-being and experiences in secondary schools in Iceland, as well as exploring which kind of support is practical. The study was conducted among eight new secondary teachers from schools in the capital area as well as towns outside the capital area. Qualitative methods were used in data collection based on semi-structured interviews conducted in the beginning of the year 2016.
  The main findings suggest that very few new teachers are met with an induction plan of any sort or formal support. The first year was tumultuous for the new teachers with great workload and a long workweek. The teachers found it difficult to separate work from their personal lives. The new teachers in this research expressed their need for mentoring and formal support to improve as teachers. Co-workers were helpful but almost all support was dependent on the new teachers’ own initiative. The school culture in secondary schools is not necessarily supportive to new teachers since secondary school teachers tend to be isolated and there is less cooperation among teachers, compared to elementary schools. Nevertheless, the participants of this research were far from giving up on their career. They showed commitment to teaching and to their students.
  The research indicates that support to new teachers needs to be stronger and more organised. Mentoring and induction of new teachers entails valuable professional development, not only for new teachers but also for the mentors themselves. By implementing formal induction and support into the school community, secondary schools could take decisive measures for teachers’ lifelong learning.

Samþykkt: 
 • 24.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur_Hauksdottir_lokaskil_nov_16__skemma.pdf8.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna