is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27643

Titill: 
 • Skattasniðgönguregla í tvísköttunarsamningum: PPT-regla OECD og EES-skuldbindingar íslenska ríkisins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Alþjóðleg skattavandamál tengd skattasniðgöngu, skattsvikum og almennum skattaflótta hafa verið mikið til umræðu bæði hér á landi og erlendis síðastliðin ár. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hefur athygli manna m.a. beinst að lágum sköttum alþjóðlegra fyrirtækja sem nýtt hafa sér glufur og misræmi í alþjóðlegu kerfi skattalaga í því skyni að lágmarka skattgreiðslur sínar, þ.e. rýra og færa til skattstofna, að einhverju leyti eftir eigin hentugleika. Komið hefur á daginn að núgildandi skattalög ríkja eru oft á tíðum afar veikburða gagnvart sífellt stækkandi efnahagskerfi heims og eftir efnahagshrunið kom í ljós að kerfi skattalaga virkaði oft ekki sem skyldi og er í raun langt frá því að ná þeim tilgangi sem því er ætlað.
  Þann 5. október 2015 kynntu OECD og leiðtogar G-20 ríkjanna lokaskýrslu BEPS- aðgerðaráætlunar, en BEPS stendur fyrir Base erosion and profit shifting og er aðgerðaráætluninni ætlað að sporna við tilfærslu og rýrnun skattstofna.
  Aðgerðaráætlunin samanstendur af þrettán skýrslum og fimmtán aðgerðum sem taka til mismunandi þátta en með þessari ritgerð er það augnamið höfundar að skoða áætlunina nánar og þá sérstaklega svokallaða Principal purpose-reglu (hér eftir jöfnum nefnt PPT-reglan eða reglan um meginmarkmið) og er sú regla hluti af aðgerð 6 í BEPS-aðgerðaráætluninni.
  Aðgerð 6 lýtur sérstaklega að reglum sem settar eru fram í því skyni að sporna við svokallaðri samningsmisnotkun (e. treaty abuse og treaty shopping) og er PPT-reglan ein af tveimur reglum sem þar er mælt fyrir um í því skyni að bregðast við slíkri háttsemi. Aðgerð 6 inniheldur svokallaða lágmarksstaðla (e. minimum standards) og hafa þau ríki sem að áætluninni standa öll samþykkt að innleiða þær aðgerðir sem mælt er fyrir um með einhverjum hætti, þar á meðal Ísland.
  Ísland hefur nú þegar innleitt PPT-regluna í tvo tvísköttunarsamninga sína og leikur höfundi því forvitni á að vita hvort umrædd regla sé mögulega að einhverju leyti lausnin við þessu umfangsmikla vandamáli. Ætlar höfundur í því skyni að skoða regluna nánar og bera saman kosti hennar og galla en bæði verður framsetning OECD og G-20 ríkjanna á reglunni skoðuð en einnig útfærsla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er örlítið frábrugðin, með EES-skuldbindingar íslenska ríkisins í huga.

Samþykkt: 
 • 24.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind skilaskjal 24.05.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemma.pdf24.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF