is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27645

Titill: 
 • Hefur virkni/afþreying áhrif á líkamlega færni og andlega- og vitræna getu hjá öldruðum á hjúkrunarheimilum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Öldruðum mun halda áfram að fjölga og einnig lifa aldraðir lengur en áður þekktist. Aldraðir geta átt við flókin heilsufarsvandamál að stríða og oft þarf að beita margvíslegum úrræðum til þess að halda í líkamlega færni og andlega- og vitræna getu. Á hjúkrunarheimilum dvelja þeir sem hafa ekki lengur færni eða getu til þess að búa heima. Mikilvægt er að skoða hvaða virkni og afþreyingu er hægt að bjóða á hjúkrunarheimilum.
  Markmið: Í þessari fræðilegu úttekt voru skoðaðar rannsóknir á áhrifum mismunandi virkni/afþreyingar á líkamlega færni og andlega- og vitræna getu aldraðra á hjúkrunarheimilum. Heimildaleit fór fram í gagnasöfnum, tímaritum og bókum. Þær meðferðir sem voru skoðaðar sérstaklega eru tónlist, hreyfing, útivera, garðyrkja, handavinna, föndur, lestur og samvera með dýrum. Leitað var af heimildum um áhrif hverrar virkni fyrir sig og gildi hennar fyrir hjúkrun.
  Niðurstöður: Sú virkni/afþreying sem var skoðuð getur haft jákvæð áhrif á heilsu aldraðra á hjúkrunarheimilum. Hreyfing hefur áhrif á líkamlega færni en hún getur stuðlað að betri vöðvastyrk og jafnvægi en það getur minnkað hindranir við hreyfigetu. Tónlistarmeðferð hefur áhrif á andlega- og vitræna getu en fram kemur að söngur geti, verið róandi, létt á innri spennu og haft góð áhrif á þunglyndiseinkenni. Garðyrkja getur einnig haft góð áhrif á andlega- og vitræna getu en hún getur stuðlað að aukinni félagslegri færni, aukinni virkni ásamt því að óróleiki hjá heilabiluðum gæti minnkað. Handavinna og föndur getur dregið úr óróleika og neikvæðri hegðun hjá þeim sem eru með vitræna skerðingu en samkvæmt niðurstöðum skiptir áhugasvið hvers og eins máli þegar velja á meðferð. Lestur getur haft áhrif á vitræna getu með því að örva minni hins aldraða en það gæti haft áhrif á hversu hratt vitræn skerðing þróast.
  Ályktanir: Með virkni má stuðla að auknum lífsgæðum aldraðra á hjúkrunarheimilum. Á hjúkrunarheimilum er einn þáttur í gæðavísum að fylgjast með virkni hins aldraða. Starfsfólk á hjúkrunarheimilum er að vinna gott starf og boðið er upp á frábæra þjónustu. Hægt væri að hvetja til aukinnar samvinnu allra stétta sem koma að þjónustu við hinn aldraða ásamt því að fylgjast með nýjustu rannsóknum á sviði virkni og afþreyingar en með því væri hægt að bæta þjónustuna enn frekar.

  Lykilorð: Aldraðir, hjúkrunarheimili, virkni/afþreying, þunglyndi, heilabilun, líkamleg færni.

Samþykkt: 
 • 24.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-a-skemmuna-loka.pdf525.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing sunna og unnur.pdf123.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF