is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27647

Titill: 
 • Hlutverk skólahjúkrunarfræðinga í ráðgjöf og stuðningi við börn á grunnskólaaldri með sykursýki tegund 1 og foreldra þeirra
 • Titill er á ensku School Nurses role in counseling and supporting children with type 1 diabetes at primary school age, and their parents
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Sykursýki tegund 1 er langvinnur sjúkdómur hjá börnum á skólaaldri. Skólahjúkrunarfræðingar gegna veigamiklu hlutverki í ráðgjöf og stuðningi við börn á grunnskólaaldri með sykursýki tegund 1 og foreldra þeirra og stuðla þannig að öryggi þeirra á skólatíma. Börn verja meginparti dagsins í skólaumhverfinu og eiga foreldrar að geta treyst því að starfsfólk skólanna og/eða
  skólahjúkrunarfræðingur uppfylli þarfir barnsins á skólatíma.
  Tilgangur: Að kanna hlutverk skólahjúkrunarfræðinga á Íslandi í ráðgjöf og stuðningi við börn á grunnskólaaldri með sykursýki tegund 1 og foreldra þeirra.
  Aðferðir: Spurningalisti var sendur rafrænt til allra starfandi skólahjúkrunarfræðinga (n=135) á Íslandi. Spurningalistinn var hannaður af rannsakendum ásamt leiðbeinendum. Svör bárust frá 102 skólahjúkrunarfræðingum og 50 af þeim voru með barn/börn í sínum skóla með sykursýki tegund 1. Notast var við lýsandi tölfræði, krosstöflur og kí-kvaðrat próf við úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður: 70,6% skólahjúkrunarfræðinga á Íslandi sem hafa umsjón með börnum með sykursýki tegund 1 í sínum skóla/skólum töldu sig mjög örugga/frekar örugga í að veita ráðgjöf og stuðning til barna á grunnskólaaldri með sykursýki. Niðurstöðurnar sýndu að 80% skólahjúkrunarfræðinga höfðu haft samskipti við foreldra barnanna varðandi sykursýkina. Fram kom að 58% skólahjúkrunarfræðinga höfðu leitað sér stuðnings til Barnaspítala Hringsins, en marktækt fleiri voru af landsbyggðinni samanborið við höfuðborgarsvæðið. 58% skólahjúkrunarfræðinga veittu samnemendum fræðslu um sjúkdóminn, 92% þeirra veittu viðeigandi starfsfólki fræðslu og 66% veittu viðeigandi starfsfólki þjálfun í umönnun þessara barna. Rúmlega helmingur (62%) skólahjúkrunarfræðinga greindu frá því að börnin hefðu stuðningsaðila innan skólans og voru flest þeirra á yngsta stigi.
  Ályktanir: Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir hlutverki sínu við umönnun barna með sykursýki tegund 1 til að stuðla að öryggi þessara barna á skólatíma. Rannsóknin endurspeglar hlutverk þeirra að hluta til en þörf er á frekari rannsóknum til að kanna hlutverk skólahjúkrunarfræðinga og hvort þeir séu að mæta þörfum barnanna og foreldra þeirra.
  Lykilorð: Skólahjúkrunarfræðingar, sykursýki tegund 1, börn, unglingar, foreldrar, þarfir, ráðgjöf, stuðningur

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Type 1 diabetes is one of the most common chronic diseases of childhood. School nurses have an important role in providing counseling and supporting children in primary school with type 1 diabetes and their parents, which contributes to increased safety in the school environment.
  Purpose: To describe the role of school nurses in Iceland in providing counseling and support for children at primary school age with type 1 diabetes and their parents.
  Methods: Electronic questionnaire was sent to all currently employed school nurses (n=135) in Iceland. The questionnaire was designed and implemented by researchers and instructors. Responses were received from 102 school nurses; 50 of them had child/children in their school with type 1 diabetes. Descriptive statistics and crosstabs were used along with chi-square test for statistical analysis.
  Results: 70.6% of the school nurses who had children with type 1 diabetes in their school/schools felt very confident/quite confident to provide counseling and support for children with diabetes. Moreover, 80% of school nurses had interacted with the children’s parents about the disease. 58% of school nurses had sought support to the Children’s Hospital in Iceland; significantly more of them were employed in rural areas. 58% of school nurses who educated fellow students about the disease, 92% of them provided appropriate education to school staff and 66% staff training in the care of these children. Most children who received support in during school hours were in grade 1-4.
  Conclusions: It is important for school nurses to realize the importance of their role in the care of children with type 1 diabetes, as they should contribute to the safety during school hours. This study partly reflects their role, however further research is needed to examine the role of school nurse and whether they meet the needs of the children and their parents.
  Keywords: School nurse, type 1 diabetes, children, adolescents, parents, needs, counseling, support

Samþykkt: 
 • 24.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk_skolahjukrunarfraedinga_i_radgjof_og_studningi_vid_born_a_grunnskolaaldri_med_sykursyki_tegund_1_og_foreldra_þeirra.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefna.jpg113.26 kBLokaðurYfirlýsingJPG