is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27648

Titill: 
  • ,,Ég er svolítið skeptísk á rafrænar bækur, en ...": Um stöðu og framtíð líffræðiefnis fyrir framhaldsskóla
  • Titill er á ensku "I'm a little skeptic of digital books, however ...": About the Situation and Future of Biology Material for Colleges.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar er staða kennsluefnis fyrir líffræði hérlendis. Með breytingum á kennsluháttum og kennsluefni í nútímanum er vert að skoða stöðuna á kennsluefni í líffræði fyrir grunnáfanga í framhaldsskólum landsins. Einnig var hugað að því hvað framtíðin ber með sér, hvaða möguleikar felast í rafrænu kennsluefni.
    Rannsóknarspurningin var svohljóðandi: Er þörf á nýju kennsluefni í líffræði og ef svo er, í hvaða formi ætti kennsluefnið að vera?
    Fyrst var reynt að meta stöðuna á líffræðikennsluefni sem framhaldsskólar styðjast við í dag, þ.e. hvaða kennsluefni er í boði og hvaða kennsluefni skólarnir eru að styðjast við. Þetta var gert með eigindlegum rannsóknaraðferðum; textagreiningu og fyrirspurnum.
    Kennarar styðjast nú við tvær gerðir af kennsluefni, annars vegar kennslubækur og hins vegar efni sem þeir þróa sjálfir (eða hafa fengið frá öðrum kennurum). Fjórar kennslubækur eru notaðar, þar af ein á ensku. Þetta er í takt við framboðið hér á landi af kennsluefni fyrir grunnáfanga í líffræði.
    Einnig var rannsökuð ánægja/óánægja kennara með kennsluefnið sem í boði er ásamt því að kanna hvaða form gæti mögulega hentað fyrir nýtt kennsluefni í líffræði. Þetta var gert með bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum. Megindlega aðferðin fólst í könnun sem send var á alla framhaldsskólakennara sem skráðir eru náttúrufræðikennarar, líffræðikennarar og raungreinakennarar (97 kennarar). Eigindlega aðferðin fólst í hálfopnum viðtölum (e. semi structured interview) við fjóra ónefnda kennara, ásamt talsmönnum bókaforlaganna Iðnú og Forlagsins.
    Viðmælendur voru sammála þeirri niðurstöðu, sem fékkst úr könnuninni, að skortur sé á góðu hentugu kennsluefni fyrir grunnáfanga í líffræði. Það sjónarhorn kom fram að e.t.v. þyrfti að bjóða upp á tvenns konar efni, eitt fyrir þá sem taka aðeins grunnáfanga í líffræði og annað fyrir nemendur sem nema meiri líffræði. Þátttakendur í rannsókninni voru einnig sammála um að rafrænt form á kennsluefni gæti hentað vel fyrir kennsluefni í líffræði.
    Ákveðin vandamál standa í vegi fyrir framþróun málaflokksins, en þau sem helst bar á góma voru óvissa um stefnu ríkisins í útgáfumálum kennsluefnis, mismunandi áherslur kennara um innihald kennsluefnis og smæð kennslubókamarkaðarins hérlendis. Í framhaldinu væri til bóta ef Mennta- og menningarmálaráðuneytið taki málið fyrir og myndi skýra stefnu fyrir málaflokkinn, og að kynna rafrænt kennsluefni fyrir kennurum, nemendum, höfundum og skólastjórnendum, og svo í framhaldinu útbúa kennsluefni og hefja tilraunakennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this thesis is the status of teaching material in biology, for primary education in colleges in Iceland, and the question about what the future offers in this field. The main research question was: Is there a need for new teaching material in biology and if so, in what form should the teaching material be?
    First of all the situation of the teaching material in biology currently available was reviewed. What are the schools using? What teaching material is available? This was estimated with qualitative research methods; text analysis and inquiries.
    Currently, biology teachers in Iceland use two types of teaching material. On one hand they use textbooks and one the other hand they use material they make themselves (or get from other teachers). Four textbooks are used, one of which is in English. This information is in line with what teaching material in biology there is available on the market for primary education in colleges.
    Secondly, the satisfaction/discontent with the teaching material on behalf of the teachers was looked at more closely. With it the possibilites of other forms of teaching material were considered for teaching material in biology. This was done with both qualitative and quantitavite methods. The qualitative method involved a survey that was sent to all college teachers that are registered as natural sciences teachers, biology teachers and science teachers (97 teachers). The quantitavite method involved semi structured interviews with four anonymous teachers along with advocates from the book publishing companies Iðnú and Forlagið.
    Interviewees agreed with the results of the survey, that there is a situation on the market for teaching material where there is not enough of good, convenient teaching material available for primary courses in biology. An interesting point of view appeared; in reality there need to be two types of material available, one for those who only take basic biology and another for students that will study biology further. The participants in this research also agreed that teaching material in digital form might be convenient for teaching material in biology.
    Certain problems stand in the way of progress in these matters, including the uncertainty of the policy of the state in publishing teaching material, different opinions between teachers of what the teaching material should contain, and small size of the teaching book market in Iceland. The next steps are to pressure the Icelandic Ministry of Education and Culture to form a policy in this matter, introduce this form to teachers, students, authors and principals, create teaching material and begin an experimental teaching class.

Samþykkt: 
  • 26.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - HVG.pdf2,25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf556,95 kBLokaðuryfirlýsingPDF