en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27649

Title: 
 • Title is in Icelandic Faraldsfræði nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum
 • Epidemiology of Kidney Stone Disease in Icelandic Children
Submitted: 
 • May 2017
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Nýrnasteinar eru fremur óalgengir meðal barna en tíðni þeirra hefur ekki verið vel rannsökuð í þeim aldurshópi. Nýlegar rannsóknir hafa bent til aukins nýgengis nýrnasteinasjúkdóms í börnum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, algengi og endurkomutíðni nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum á árunum 1985-2013.
  Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica er tóku til sjúkdóms- (ICD), myndgreiningar- og aðgerðakóða er skilgreindu nýrnasteina meðal einstaklinga <18 ára aldri. Sjúkraskrár allra þátttakenda voru yfirfarnar til að skilgreina þýðið, sannreyna steinasjúkdóm og finna einkenni sem tengdust sjúkdómnum og endurkomu. Endurkoma nýrnasteina var skilgreind sem kviðverkir með blóðmigu, merki um niðurgöngu steins og/eða merki um nýjan stein á myndrannsókn. Aldursstaðlað nýgengi nýrnasteina í þessum aldursflokki var reiknað út frá mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir tímabilin 1985-1989, 1990-1994, 1995-1999, 2000-2004, 2005-2009 og 2010-2013, og breytingar skoðaðar með poisson aðhvarfsgreiningu. Algengi var reiknað fyrir árin 1999-2013. Kaplan-Meier aðferð var notuð til að meta endurkomu og kí-kvaðrat, Fisher´s exact, Wilcoxon rank-sum og log-rank próf til að bera saman hópa.
  Niðurstöður: Alls greindust 190 einstaklingar með sinn fyrsta stein á rannsóknartímabilinu og af þeim voru 112 (59%) stúlkur. Miðgildi (spönn) aldurs við greiningu var 15,0 (0,2-17,99) ár. Árlegt nýgengi jókst úr að meðaltali 3,7/100.000 á fyrstu 5 árum rannsóknartímabilsins í 11,0/100.000 á árunum 1995-2004 (p<0.001), en minnkaði svo niður í 8,7/100.000 á árunum 2010-2013 (p=0.63). Mesta aukning á nýgengi reyndist vera meðal stúlkna á aldrinum 13-17 ára en þar jókst nýgengið úr 9,8/100.000 árin 1985-1989 í 39,2/100.000 árin 2010-2013. Nýgengi lækkaði marktækt (p=0.02) meðal drengja seinni hluta tímabilsins. Algengi nýrnasteinasjúkdóms meðal barna árin 1999-2013 var að meðaltali 45/100.000 hjá drengjum og 52/100.000 hjá stúlkum og breyttist ekki marktækt á tímabilinu. Eftirfylgdartími var 12,0 (0-29) ár, á þeim tíma fengu 68 (36%) annað steinakast 1,7 (0,9-18,9) árum eftir fyrstu greiningu. Endurkomutíðni var 26%, 35%, 41% og 46% eftir 5,10,15 og 20 ára eftirfylgd. Enginn munur var á endurkomutíðni drengja og stúlkna (p=0,23) eða þeirra sem greindust fyrir eða eftir 13 ára aldur (p=0,55). Marktækur munur reyndist vera á endurkomutíðni milli þeirra sem greindust árin 1985-1994, 1995-2004 og 2005-2013 og var 5 ára endurkomutíðni þeirra 9%, 24% og 37% (p=0,005). Algengustu áhættuþættir í þvagi reyndust vera of lítill útskilnaður á sítrati (hypocitraturia) og magnesíum (hypomagnesuria).
  Ályktanir: Nýgengi nýrnasteinasjúkdóms fór vaxandi á rannsóknartímabilinu, fyrst og fremst vegna mikillar aukningar á tíðni sjúkdómsins meðal stúlkna á aldrinum 13-17 ára. Þó svipuðum breytingum hafi verið lýst í nýlegum erlendum rannsóknum vekur lækkandi nýgengi meðal drengja síðustu 10-15 árin athygli. Endurkomutíðni nýrnasteina meðal íslenskra barna reyndist vera svipuð og hjá fullorðnum. Endurkomutíðni virðist vera að aukast og gæti það tengst bættri greiningu og skráningu á nýrnasteinaköstum og/eða umhverfisþáttum sem áhrif hafa á steinamyndun.

 • Introduction: Although kidney stone disease is a rather uncommon disorder in children, recent studies have suggested an increase in the incidence of pediatric stone disease. The purpose of the study was to investigate the incidence, prevalence and recurrence rate of kidney stone disease in Icelandic children from 1985-2013.
  Methods: Medical information systems of all major hospitals and medical imaging centers in the country were searched for diagnoses, radiology and surgical procedure codes indicative of kidney stones for children aged <18 years, during the years 1985-2013. Medical records at these institutions were retrospectively reviewed to document clinical characteristics of patients and to look for evidence for kidney stone recurrence. Stone recurrence was defined as an episode of flank or abdominal pain associated with hematuria, self-reported stone passage and/or radiologic signs of a new urinary stone. Age-adjusted incidence was calculated for the time periods 1985-1989, 1990-1994, 1995-1999, 2000-2004, 2005-2009 and 2010-2013 and poisson regression used to assess changes in incidence. Prevalence was calculated for the years 1999-2013. The Kaplan-Meier method was used to assess stone-free survival and chi-squared, Fisher´s Exact, Wilcoxon rank-sum and the log-rank test to compare groups.
  Results: There were 190 incident patients, 112 (59%) of whom were female and the median (range) age at diagnosis was 15.0 (0.2-17.99) years. The overall mean annual incidence increased significantly (p<0.001) from 3.7/100,000 in the first 5 years to 11.0/100,000 during the years 1995-2004, but decreased thereafter to 8.7/100,000 in 2010-2013 (p=0.63). The most significant rise in incidence was seen in girls aged 13-17 years, for whom the rate increased from 9.8/100,000 in 1985-1989 to 39.2/100,000 in 2010-2013 (p<0.001). There was a significant decresase in incidence (p=0.02) among boys during the latter part of the study period The prevalence in 1999-2013 was 45/100,000 for boys and 52/100,000 for girls. Sixty-eight (36%) children experienced a second stone event, at 1.7 (0.9-18.9) years after the initial diagnosis. The follow-up time was 12.0 (0-29) years. The recurrence rate was 26%, 35%, 41% and 46% after 5, 10, 15 and 20 years of follow-up, respectively. There was no difference in recurrence between boys and girls (p=0.23) nor in those aged below and over 13 years at diagnosis (p=0.55). The 5-year recurrence rate increased with time and was 9%, 24% and 37%, in the periods 1985-1994, 1995-2004 and 2005-2013, respectively (p=0.005). The most common urinary meatabolic risk factors were hypocitraturia and hypomagnesuria.
  Conclusions: The overall incidence of kidney stone disease increased during the study period, primarily in girls aged 13-17 years, while the incidence in boys decreased significantly during the latter part of the study period. The incidence increase in teenage females may be antedating a more significant shift in the sex ratio in older age groups. The recurrence rate of kidney stones is similar to that reported in adults. The observed increase in stone recurrence with time may be related to closer patient follow-up in recent years or changing stone risk in general.

Accepted: 
 • May 26, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27649


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Nyrnasteinar_Sólborg_Erla_ Ingvarsdóttir.pdf3.04 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Solborg_Erla_Ingvarsdottir_Yfirlysing.pdf1.05 MBLockedYfirlýsingPDF