Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27658
Bókin sem efnislegur hlutur er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Áhersla er lögð á þau áhrif sem efniskennd bóka getur haft á okkur. Út frá þeim vangaveltum leitast ég við að svara hvaða þýðingu bókin hefur í nútímasamfélagi umfram þann texta sem hún hefur að geyma. Ritgerðin byggir á fjórum viðtölum við einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á bókum og eru virkir lesendur. Ásamt viðtölunum hef ég fylgst með og skoðað umræðu á ólíkum miðlum sem ég hef rekist á meðfram rannsókn minni. Einnig hef ég borið gögnin saman við eldri sögulegar heimildir til þess að átta mig betur á merkingu bókarinnar innan okkar samfélags. Það getur verið gott að bera saman tilgang hlutanna á ólíkum tímum og átta sig þannig á því að skilningurinn getur verið margvíslegur. Niðurstöðu rannsóknar minnar kynni ég síðan í lokakafla. Þar skilgreini ég hvernig efnisheimur bóka getur haft áhrif á líðan okkar, minningar og hegðun á meðvitaðan og ómeðvitaðan hátt.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
„Þá_fyrst_skilur_þú_hvað_bók_er“.pdf | 1.24 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
YfirlýsingSS.JPG | 1.41 MB | Locked | Yfirlýsing |