is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27662

Titill: 
  • Að drepa fólk og djamma með víkingum: Sviðslist og samkennd í víkingafélaginu Rimmugýgur
  • Titill er á ensku To kill people and party with vikings: Performance and communitas in the viking group Rimmugýgur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er til BA gráðu í þjóðfræði við Háskóla Íslands og fjallar um meðlimi víkingafélagsins Rimmugýgur og þá sviðslist og samkennd sem fyrirfinnst á meðal þeirra. Ritgerðin byggist á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem rætt var við sex virka meðlimi víkingafélagsins, ásamt því að nokkur þeirra sýndu rannsakanda muni og fatnað í tengslum við frásagnir sínar. Viðtalsgögnin eru nýtt í samblandi við fræðileg hugtök og kenningar til þess að draga fram mynd af sviðslistinni í bardögum félagsins á hátíðum, samkenndinni sem viðmælendurnir finna fyrir í félaginu, og þeim hugsanlega menningararfi sem gæti fundist í starfsemi félagsins og víkingahátíðarinnar.
    Ritgerðin hefst á því að hugtök og kenningar eru útskýrð og tengd við fræðimenn. Þar koma fyrir skilgreiningar Barböru Kirschenblatt-Gimblett á sviðslistafræði og út frá því er einnig gert grein fyrir menningararfi og hvernig sumar hliðar sviðslistarinnar geta talist sem óáþreifanlegur arfur. Kenningar Victor Turner um samkennd einstaklinga og hópa Alan Dundes eru einnig útskýrðar í samhengi við rannsóknarefnið. Að hugtakakaflanum loknum er skýrt frá eigindlegum rannsóknum, kostum og göllum loknum kemur aðferðafræðikafli þar sem skýrt er frá eigindlegum rannsóknum, kostum og göllum, og einnig sagt frá viðtalsaðferðum og viðmælendum. Næsti kafli fjallar svo um upphaf, starfsemi og reglur víkingafélagins sjálfs og aðild þess að víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Því næst er greiningarkafli ritgerðarinnar en þar eru viðtölin krufin í samhengi við hugtök og jafnframt er upplifun meðlima víkingafélagsins lýst.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar fjalla um hugmyndina að mögulegum menningararfi, sviðslistina í sýningarbardögum víkingahátíða og samkennd milli meðlima félagsins. Rannsóknin dró fram að þessir ákveðnu meðlimir víkingafélagsins Rimmugýgjar gengu einna helst inn í starfsemi félagsins vegna félagsskaparins og aðdráttarafls bardaganna. Viðmælendur, sem þessi rannsókn byggir á, taka ekki allir þátt í sýningarbardögunum, en öll setja þau sig á svið á hátíðum og miðla þannig gömlum hefðum og háttalagi og tengja samtímann við fortíð landsins.

Samþykkt: 
  • 29.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IÓG-BA.pdf635.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingIÓG.pdf12.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF