Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27668
Munnleg hefð vögguvísna er ekki einsleit, ekki sú sama í öllum löndum heldur hefur hún aðlagast aðstæðum á hverjum tíma og á hverjum stað sem og því umhverfi sem fólk býr í. Textinn er tekinn úr umhverfi barnsins sem það þekkir vel og fjallar um foreldra, systkin, dýr, fugla og blóm. Í þessari ritgerð er annars vegar fjallað um rannsóknir fræðimanna á vögguvísum og barnagælum og hins vegar eigin athugun höfundar á texta í barnagælum á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Innihald textans er borið saman á milli landa og landssvæða. Höfundur fann allmörg dæmi um samsvörun í vísum eins og tröllavögguvísum og vísum þar sem sungið er fyrir barnið og róið með það um leið. Barnagælur og vögguvísur hafa fram að þessu ekki verið taldar hluti af sérstökum menningararfi. Þær hafa verið og eru einskonar jaðarmenning sem hefur einskorðast við heimilið og þá einkum við rúm eða rúmstæði barnsins. Samkvæmt heimildum eru það nær eingöngu mömmur, ömmur og fóstrur sem hafa sungið barnagælur og vers fyrir börnin. Barnagælum er því réttast lýst sem alþýðuhefð sem einkum var bundin við menningu kvenna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birna G. Hjaltadóttir BA ritgerð 26. maí 2017.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Birna G. Hjaltadóttir. Yfirlýsing með BA ritgerð 26.05.2017.pdf | 523.28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |