is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27673

Titill: 
  • Undirbúningur stöðlunar CEAS fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára
  • Titill er á ensku Preparation of the Standardization of CEAS in Iceland for Children Aged 6 to 12
Útdráttur: 
  • Við mat á hegðunar- og tilfinningavanda barna hefur tíðkast að nota frávikalista. Það getur orðið til þess að börn sem eiga við vanda að stríða en uppfylla ekki greiningarskilmerki geðraskana fái ekki viðeigandi aðstoð. CEAS listinn (Children’s Emotional Adjustment Scale) metur líðan og hegðun barna á aldrinum 6 til 12 ára með atriðum um eðlilega líðan, þroska og færni í stað frávikseinkenna. CEAS metur þá sem víkja frá eðlilegum þroska og gefur einnig upplýsingar um heilbrigðan þroska og aðlögunarhæfni. CEAS listinn inniheldur 47 atriði sem mynda fjóra þætti: Skaplyndi (temper control), Framfærni (social assertiveness), Skýringarstíll (mood repair) og Kvíðastjórn (anxiety control). Þættirnir meta mikilvæg þroskasvið eins og tilfinninga- og félagsþroska. Markmið rannsóknarinnar var tvíþvætt, í fyrsta lagi að safna gögnum til að undirbúa stöðlun CEAS listans og í öðru lagi að skoða þáttabyggingu og próffræðilega eiginleika listans. Þátttakendur voru alls 925, þar af 735 mæður og 190 feður. Gagnasafninu var skipt upp eftir svörum mæðra og feðra. Helstu niðurstöður fyrir undirbúning stöðlunar á CEAS listanum er að úrtök mæðra og feðra í þessari rannsókn lýsa ekki þýði fullorðinna Íslendinga með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Til að úrtök mæðra og feðra geti samsvarað þýði þarf að brýna fyrir aukinni þátttöku innan höfuðborgarsvæðisins, það þarf meiri dreifingu á aldursbilum og auka þátttöku meðal þeirra sem ekki eru með háskólamenntun. Einnig þarf að óska eftir áframhaldandi þátttöku feðra. Þáttabygging CEAS í úrtaki mæðra og í úrtaki feðra var í samræmi við niðurstöður rannsóknar Thorlacius og Gudmundsson (2015). Þáttagreininig studdi fjögurra þátta byggingu CEAS. Það var lág til miðlungs fylgni á milli þátta bæði í úrtökum mæðra og feðra, sem gefur til kynna að þeir séu að meta aðgreindar hugsmíðar. Áreiðanleiki þáttana var á bilinu 0,89 til 0,94. Heildartölurnar normaldreifðust og atriði á þáttunum Skaplyndi og Skýringarstíl eru næm fyrir þroskabreytingum. Marktækur munur var á svörum mæðra og feðra á þáttunum Skaplyndi og Skýringarstíll. Það gefur til kynna ósamræmi í mati mæðra og feðra á börnum sínum þegar kemur að því að meta lunderni og getu barna til að þola og stjórna tilfinningum á borð við reiði og sýna þolinmæði þegar á reynir og hvernig börn þeirra takast á við neikvæðar hugsanir og atburði. Almennt gefa niðurstöður til kynna að CEAS listinn sé nytsamlegur við mat á hegðun og líðan barna á aldrinum 6 til 12 ára.

  • Útdráttur er á ensku

    The assessment and diagnosis of childrens’ behavioral and emotional problems is generally focused on symptoms and behavior checklists. Therefore, some children who experience difficulties but do not meet the required criteria for mental health disorders often lack the intervention needed. CEAS (Children’s Emotional Adjustment Scale) assesses children’s emotional wellbeing aged 6 to 12 years with items pertaining to normal development. CEAS measures the deviation from normal development and also healthy variations of those same behaviours. CEAS is a 47-item parent-report scale with four domains which covers important areas of emotional functioning. The domains are: Temper control, Social assertiveness, Mood repair and Anxiety control. The purpose of the present study were twofold; the first purpose was to collect data to prepare the standardization of CEAS in Iceland and secondly to evaluate the factor structure and the psychometric properties of CEAS. The sample consisted of 925 participants, thereof 735 mothers and 190 fathers. The sample was divided into two subsamples consisted of mothers and fathers. Regarding the preperation of the standardization of CEAS, the results was that neither the sample of mothers nor fathers did represent the Icelandic general population in regard to the key variables needed, such as gender, age, residence and education. In order for the samples to represent the Icelandic general populationa a larger sample of parents living in the capital area would be required, as well as in certain age groups and with certain educational levels. Furthermore, more fathers are needed. Factor analysis in both samples supported the hypothesized four-factor structure of the CEAS and is in accordance of the results from Thorlacius and Gudmundsson (2015). There was a low to medium correlations between factors which indicates that they are measuring a distinct construct. Cronbach’s alpha for the factors was between 0,89 to 0,94. The total scores on the factors were normally distributed and the means for the factors Temper control and Mood repair increased by age, which make them developmentally sensitive. There was a significant difference between mothers and fathers regarding the assesment of the factors Temper control and Mood repair. This indicates indiscrepancies in the assesment of mothers and fathers concerning temperament and the child’s capacity to tolerate and manage feelings of anger as well as showing patience and perseverance in stressful situations. Also concerning a child’s competency in dealing with sadness. The results indicate that CEAS is useful in assessing children’s emotional wellbeing aged 6 to 12 years old.

Samþykkt: 
  • 29.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirbúningur stöðlunar_Helga Heiðdís.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf133.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF