is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27675

Titill: 
 • Titill er á ensku The carbon footprint of an Icelander: A consumption based assessment using the Eora MRIO database
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Decarbonisation of stationary energy supply systems, particularly electricity grids, is the current focus of climate change mitigation policy for many nations (UNFCCC, 2015b). However, considerable emissions occur in addition to the supply of electricity and heat, for example, from combustion of transport fuels and emissions embodied in imported goods. The consumption-based carbon footprint (CBCF) is increasingly used to analyse the full scope of greenhouse gas (GHG) emissions for which a nation is responsible (Larsen & Hertwich, 2009; Wiedmann, 2009). This thesis presents the first CBCF analysis of Iceland, a nation with an almost fully decarbonised electricity and heat supply. As well as informing national climate change policy, this study of Iceland may be viewed as a demonstration case for other rich nations of the world, who will face a similar emissions challenge once their own stationary energy supply has been decarbonised.
  This study combines the 2010-12 Icelandic Household Expenditure Survey with the Multi-Regional Input-Output (MRIO) database Eora to calculate the CBCF of Iceland, with a specific focus on Icelandic households. The annual Icelandic CBCF was 7,164 ktCO2eq (22.5 tCO2eq/capita) on average over the period 2010-12, approximately 55% higher than the production-based carbon footprint, indicating that imported goods consumed in Iceland create significant GHG emissions abroad. The CBCF of Icelandic households is 3,322 ktCO2eq (10.4 tCO2eq/capita, 22.5 tCO2eq/household) over the same period, comprising 46% of the national CBCF. In comparison with recent MRIO results (Ivanova et al., 2016) Icelandic households have a similar CBCF to Norwegian households, despite an almost entirely decarbonised stationary energy supply. Approximately 61% of household emissions were attributed to consumption categories outside of Iceland, highlighting Iceland’s strong reliance on imported goods. These GHG emissions are presented on a global emissions map which demonstrates that the resulting environmental burden falls heavily on developing nations.
  In this study, transport is shown to be the dominant sector in the CBCF, with high consumption-based GHG intensity (2.27 kg/2010USD) and high total emissions contribution to both the Icelandic (25%) and Icelandic household (38%) CBCFs. Food and Goods contribute 20% and 16% of the household CBCF respectively. The number of vehicles owned by Icelandic households was found to have a greater impact on household CBCF than any other household variable, although higher occupancy levels per household tended to produce lower CBCFs in general. Households in Icelandic cities and towns had higher CBCFs than households in rural areas, despite slightly lower transport emissions.
  The findings suggest that Iceland should focus on reducing GHG emissions from transport and minimising the import of embodied emissions in household goods and food products. The analysis supports the need for demand-side policy in Iceland and globally, as even in a decarbonised stationary energy supply economy high consumption levels result in high per capita GHG emissions. Policy must target the underlying driver of GHG emissions, i.e. material overconsumption, if global emissions are to be reduced to ‘near zero’ levels by 2100 (IPCC, 2014).

 • Margar þjóðir leggja nú áherslu á að draga úr notkun kolefnis við raforkuframleiðslu og upphitun húsa til að draga úr loftslagsbreytingum (UNFCCC, 2015b). Hins vegar myndast mikið af gróðurhúsalofttegundum við aðra orkunotkun, sérstaklega við bruna í samgöngum og vegna úrgangs og útblásturs sem fólgin er í innfluttum neysluvörum. Neysludrifin kolefnisspor eru nú í vaxandi mæli notuð til að rannsaka heildaráhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda (Larsen & Hertwich, 2009; Wiedmann, 2009). Þessi ritgerð er fyrsta rannsóknin á neysludrifnum kolefnissporum á Íslandi, land sem notar nú þegar mjög litla kolefnisorku við rafmagnsframleiðslu og upphitun húsa. Þessi ritgerð á að veita upplýsingar fyrir stefnumörkun þjóða og nýtast sem dæmi fyrir þjóðir sem þurfa að takast á við svipuð verkefni og Ísland þegar þær hafa náð að draga verulega úr notkun kolefnis við raforkuframleiðslu og húshitun.
  Þessi rannsókn notar íslenska könnun á útgjöldum heimilanna frá 2010-2012 og tengir við Eora gagnasafnið (inniheldur gögn fyrir inntaks- og úttakslíkön) til að reikna út neysludrifið kolefnisspor Íslands með sérstakri greiningu fyrir íslensk heimili. Árlegt neysludrifið kolefnisspor Íslands var 7164 jafngildiskílótonn CO2 (22,5 jafngildistonn CO2/einstakling) að meðaltali á tímabilinu 2010-2012. Þetta er um það bil 55% hærra en framleiðsludrifið kolefnisspor landsins sem sýnir að innfluttar neysluvörur Íslands valda miklum útblæstri gróðurhúsalofttegunda erlendis. Árlegt meðaltals neysludrifið kolefnisspor íslenskra heimila var 3322 jafngildiskílótonn CO2 (10,4 jafngildistonn CO2/einstakling; 22,5 jafngildistonn CO2/heimili) á sama tímabili, sem er um 46% af heildar neysludrifnu kolefnisspori landsins. Samanburður við nýlega erlenda rannsókn með Eora gögnum (Ivanova og fl., 2016) sýnir að íslensk heimili hafa svipað neysludrifið kolefnisspor og norsk heimili þrátt fyrir að Ísland noti nær enga kolefnaorku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 61% af útblæstri íslenskra heimila tengist neysluvörum innfluttum erlendis frá sem sýnir hve mikið Ísland reiðir sig á innflutning á vörum. Þessi útblástur gróðurhúsalofttegunda er sýndur á heimskorti sem sýnir að umhverfisálagið vegna þessara innflutningsvara lendir þungt á þróunarlöndunum.
  Í þessari rannsókn sést að samgöngur eru stór þáttur í neysludrifnu kolefnisspori Íslands (25%) og íslenskra heimila (38%) og með mikinn neysludrifinn útblástur gróðurhúsalofttegunda (2,2 kg/USD á verðgildi 2010). Matvæli eru 20% og vörur 16% af neysludrifnu kolefnisspori íslenskra heimila. Fjöldi ökutækja íslenskra heimila er sterkasta breytan sem hefur áhrif á neysludrifið kolefnisspor þrátt fyrir að fjöldi notenda á ökutæki innan fjölskyldu tempri áhrifin. Heimili í íslensku þéttbýli eru með stærra neysludrifið kolefnisspor en heimili í dreifbýli, þrátt fyrir að í þéttbýli sé lægri útblástur vegna samgangna á heimili.
  Niðurstöðurnar benda til þess að Ísland eigi að leggja áherslu á að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum og eigi að lágmarka innflutning á fólgnum útblæstri neysluvara og matvæla erlendis frá. Greiningin styður við stefnumörkun til að stýra eftirspurn á Íslandi og í heiminum, þar sem jafnvel í landi þar sem raforkuframleiðsla og húshitun valda litlu kolefnisspori þá leiðir hátt neyslustig til mikils útblásturs gróðurhúsalofttegunda á hvern einstakling. Stefnumörkun verður að takast á við hin undirliggjandi öfl sem leiða til útblásturs gróðurhúsalofttegunda, þ.e. mikil neysla á efnislegum gæðum, ef takast á að lækka útblástur heimsins á gróðurhúsalofttegundum í ‘nærri núll’ fyrir 2100 (IPCC, 2014).

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á ensku The thesis details the first ever consumption based carbon footprint analysis of Iceland, focussing on both the national carbon footprint and the carbon footprint of Icelandic households.
Samþykkt: 
 • 29.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JCC 01091988-4549 FINAL THESIS .pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Declaration Jack Clarke.pdf22.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF