is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27678

Titill: 
 • Aldraðir með krabbameinsgreiningu á bráðamóttöku Landspítala 2013-2015
 • Titill er á ensku Elderly with a cancer diagnosis at the emergency department of Landspitali National University Hospital during 2013-2015
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Aldraðir einstaklingar með krabbamein eru samkvæmt erlendum rannsóknum líklegir til að sækja þjónustu á bráðamóttökur. Umhverfi bráðamóttaka getur hins vegar verið óæskilegt fyrir þennan sjúklingahóp en erlendar rannsóknir benda til þess að aldraðir með krabbamein eigi oft erfitt með að fá viðeigandi þjónustu utan sjúkrahúsa. Lítið er vitað um ástæður, bráðleika og lýðfræðilegan bakgrunn aldraðra með krabbamein sem koma á bráðamóttöku.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna ástæður komu aldraðra með krabbameinsgreiningu á bráðamóttöku Landspítala og hver afdrif þeirra urðu í því markmiði að byggja upp betri þjónustu fyrir aldraða með krabbameinsgreiningu.
  Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn um allar komur 67 ára og eldri á bráðamóttöku frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2015 sem skráðir voru með krabbameinsgreiningu samkvæmt ICD-10 í sjúkraskrárkerfi Landspítala. Skoðaðar breytur voru kyn, aldur, hjúskaparstaða, póstnúmer, sjúkdómsgreiningar, forgangsröðunarflokkur (ESI), komutími, komuástæða (ICPC), dánardagur, dvalartími á bráðamóttöku og afdrif sjúklinga. Kí-kvaðrat (χ2) próf var reiknað til að kanna tölfræðilega marktækan kynjamun á aldursflokkum, hjúskaparstöðu og póstnúmeri og t-próf óháðra fyrir mun á meðalaldri og fjölda endurkoma.
  Niðurstöður: Á bráðamóttökuna komu 627 einstaklingar samtals 889 sinnum, meðalfjöldi koma var 1,42. Karlar voru 56,1% (n=352) og 43,9% konur (n=275). Meðalaldur var 77 ár. Marktækur munur var á hjúskaparstöðu (p<0,05), fleiri karlar voru giftir en fleiri konur voru ekkjur. Algengasta forgangsröðun var í flokk 3 (68%). Meðaldvalartími var 10,02 klukkustundir (staðalfrávik 8,51). Flestar komur voru á morgunvaktir og 73% þurftu á innlögn að halda. Dánartíðni innan þriggja mánaða var 52,5%. Algengasta krabbamein karla var í kynfærum en kvenna í öndunar- og brjóstholslíffærum.
  Ályktun: Þessi fyrsta rannsókn um komur aldraðra með krabbamein á bráðamóttöku á Íslandi sýndi að komur dreifðust jafnt yfir árið, voru aðallega á dagvinnutíma, algengastar vegna slappleika, innlagnarhlutfall var hátt og dánartíðni einnig. Skipulögð, samfelld og sjúklingamiðuð þjónusta sérfræðinga í hjúkrun fyrir aldraða með krabbameinsgreiningu frá upphafi sjúkdómsferils gæti bætt aðgengi að heilbrigðiskerfinu og dregið úr komum sem hægt væri að fyrirbyggja á bráðamóttökuna.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Elderly individuals diagnosed with cancer are, according to foreign research, likely to visit the emergency room (ER) when struggling with illness. However, such an environment can be less than ideal for this group of patients. Foreign research suggests that elderly with a cancer diagnosis struggle to get the appropriate care outside of a hospital. Little information is available in regards to the situation, acuity and demographic background of elderly with a cancer diagnosis who visit the ER.
  Purpose and objectives: The purpose of this research was to explore the reasons behind elderly cancer patients’ visits to the emergency room and their treatment outcomes. The objective was to use the results in order to create a better and more comprehensive treatment for elderly with a cancer diagnosis, including those in need of emergency assistance.
  Methods: This was a retrospective study that analysed preexisting data consisting of the National University Hospital’s medical records regarding patients, aged 67 and over, diagnosed with cancer according to ICD-10 upon arrival at the ER from 1st January 2013 to 31st December 2015. The patients’ variables examined were biological sex, age, marital status, postcode, diagnosis according to the ICD-10 classification system, the number of disease diagnosis, class of prioritisation (ESI), time of arrival, reason for arrival according to ICPC, system of classification, date of death, duration of stay at the ER and what became of them. A chi-squared (χ2) test was used to analyse whether a significant statistical difference could be seen between the sexes, different age groups, marital statuses and postcodes. Additionally, an independent sample t-test was used to analyse whether a statistical difference was to be found between sex and number of visits.
  Results: During the researched period, 627 individuals visited the ER a total of 889 times. On average people revisited the ER a number of 1,42 times. Of those patients, 56,1% were men (352 patients) and 43,9% were women (275 patients). The average age of patients was 77. Men were more frequently married and women more frequently widowed (p<0,05). In 68% of cases the individual was considered a grade 3 priority upon arrival. The average duration of a patient’s stay was 10,02 hours (standard deviation 8,51 hours). A majority of patients at the ER, or 73%, required admittance. Within three months of arrival at the ER 329 of 627 patients (52,5%) had passed away. The most common cancer type for men was reproductive and the most common cancer type for women was thoracic.
  Conclusion: The research was the first of its kind in Iceland. The results showed that elderly with a cancer diagnosis seek emergency assistance all year around and mostly during the day. The most common reason for arrival was weakness. The results also show high admission rate and a high mortality rate. Organised, patient based services being made available from the onset of the disease could improve accessibility to health care and reduce preventable ER visits preemptively.

Samþykkt: 
 • 29.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aldraðir með krabbamein.pdf3.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýs.jpg5.09 MBLokaðurYfirlýsingJPG