Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27679
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða útgjöld ferðamanna til afþreyingar á fjórum rannsóknarsvæðum, Húsavík, Mývatnssveit, Siglufirði og Höfn. Rannsóknamiðstöð ferðamála ásamt fleiri aðilum stóð fyrir spurningakönnun á svæðunum sumarið 2015 þar sem ferðahegðun erlendra ferðamanna var skoðuð og er þessi rannsókn unnin upp úr þeim gögnum. Á síðustu árum og áratugum hefur ferðaþjónusta á svæðunum og annarsstaðar á Íslandi tekið töluverðum breytingum þar sem ferðamenn eru orðnir öðruvísi neytendur, með aðrar væntingar til ferðalaga. Þeir vilja dýpri upplifun í ferðalögum sínum og í auknum mæli komast nær menningu ferðamannastaða og daglegu lífi heimamanna. Á svæðunum fjórum er rekin margvísleg ferðaþjónusta en markmið rannsóknarinnar er að skoða afþreyingu fyrir ferðamenn sérstaklega. Afþreying er vítt hugtak og innan þess rúmast margskonar athafnir sem ferðamenn taka þátt í og ýmist gegn greiðslu eða ekki. Í rannsókninni er horft til afþreyingar bæði með og án greiðslu. Til að greina betur þátt afþreyingar á svæðunum eru útgjöld ferðamanna til afþreyingar skoðuð og þau greind eftir bakgrunni og dvalartíma þeirra. Samanburður er líka gerður á milli rannsóknarsvæðanna. Niðurstöður greininganna eru þær að ferðamenn eru með hæstu útgjöld til afþreyingar á Húsavík. Einnig komu fram marktæk tengsl á milli útgjalda til afþreyingar og dvalartíma en ferðamennirnir voru með hærri útgjöld eftir því sem þeir dvöldu lengur á svæðunum. Má því draga þá ályktun að afþreying sé mikilvægt aðdráttarafl í ferðaþjónustu og góð tekjulind.
Lykilorð ritgerðar: afþreying, útgjöld, dvalartími, ferðaþjónusta, ferðamennska, dreifbýli.
The objective of this study is to review the expenses of tourists for recreation in four research areas, Húsavík, Mývatnssveit, Siglufjörður and Höfn. The Icelandic Tourism Research Center in association with other beneficial entities carried out a surway in these 4 areas in the summer of 2015, where the consumer behavior of foreign tourists was examined and this study is based on this data. In recent years and decades, tourism in these areas and elsewhere in Iceland has changed considerably since tourists have become different consumers, with new expectations to travel. They want a deeper experience on their travels and to get closer to the cultural tourist attractions and the daily lives of local people. There are many different activities in the areas, but the aim of the study is to explore recreation for tourists especially. Activity is a major concept and within it are many activities that tourists participate in; either free of charge or against a fee. The study is looking at recreation offered against a fee as well as free of charge. In order to better analyze recreational activities in the areas, tourists' expenses for entertainment are examined and analyzed in accordance to the background of the tourists and the duration of their stay. A comparison is also made between the research areas. The results of the survey is that tourists expenditures on recreation is highest in Húsavík. There was also a significant connection between expenses for recreation and duration of stay, indicating higher expenses, parallel to longer stay in the areas. The conclusion is that entertainment is an important factor in tourism and good income.
Keywords of the study: Recreation, expenditure ,residence, tourism, travel service, rural areas.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð-Afþreying er framtíðin26.05..pdf | 1.3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Undirritun verkefnis.pdf | 29.33 kB | Lokaður | Yfirlýsing |