is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27683

Titill: 
  • Árangur tveggja habit reversal meðferða við húðkroppunar- og hárreytiröskun: Samanburður á berskjöldun og áreitastjórnun
Útdráttur: 
  • Markmið og tilgátur: Húðkroppunar- (Skin-picking disorder; SPD) og hárreytiröskun (Hair-pulling disorder; HPD) eru langvinnar geðraskanir sem geta haft töluverð áhrif á lífsgæði fólks. Skortur er á fjölbreyttum og gagnreyndum meðferðarleiðum á þessu sviði. Megin markmið rannsóknarinnar var að meta árangur meðferðar sem felur í sér habit reversal þjálfun (e. habit reversal training; HRT) og telst vera kjörmeðferð fyrir þessar raskanir. HRT var annarsvegar veitt með áreitastjórnun (e. stimulus control; HRT-SC) þar sem reynt er að ná stjórn á vísbendum í umhverfi sem ýta undir hegðunina (n = 10) eða með berskjöldun og svarhömlun (e. cue-exposure with response prevention; HRT-CERP) þar sem tekist er á við aðstæður og reynt að ná stjórn á hegðuninni sjálfri með því að venjast vísbendum (n = 10). Búist var við því að HRT-CERP meðferðin yrði jafn árangursrík og HRT-SC meðferðin. Einnig var búist við því að mælingar á „ekki alveg rétt tilfinningu“ myndu lækka meira í kjölfar HRT-CERP meðferðar þar sem tekist er á við óhjálplegar hugsanir sem tengjast ófullkomnun. Aðferð: Þátttakendur voru 20 kvenkyns háskólanemar sem náðu greiningarviðum fyrir HPD (n=5) eða SPD (n=15). Öllum þátttakendum var raðað af handahófi í eitt af tveimur meðferðarformum sem hvort um sig samanstóð af fjórum vikulegum meðferðarstundum. Meðferðarárangur var metinn með sjálfsmatsspurningalistum og hálfstöðluðum viðtölum sem mæla alvarleika húðkropps- og hárreytis. Niðurstöður: Marktækt dró úr alvarleika einkenna við lok meðferðar hjá báðum hópum (p < 0,05) og voru vísbendingar um að lækkunin væri meiri í kjölfar HRT-CERP meðferðarinnar. Áhrifastærð (Cohen‘s d) mismunar var á bilinu 1,28 til 2,96 og var hærri á öllum mælitækjum í HRT-CERP hópnum (2,27-2,96) samanborið við HRT-SC hópinn (1,28-1,30). Niðurstöður sýndu að það dró úr „ekki alveg rétt tilfinningu“ í kjölfar meðferðarinngripanna en ekki var marktækur munur á milli hópa. Umræða: Bæði HRT-SC og HRT-CERP reyndust árangursríkar leiðir til að draga úr HPD/SPD einkennum og benda niðurstöðurnar til að CERP sé gagnleg nýjung við meðhöndlun HPD/SPD einkenna sem áhugavert sé að þróa frekar.
    Efnisorð: Húðkroppunarrröskun, hárreytiröskun, habit reversal þjálfun, áreitastjórnun, vísbendaberskjöldun, svarhömlun, klínísk samanburðarrannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    Objectives and hypotheses: Skin-picking disorder (SPD) and hair-pulling disorder (HPD) are chronic conditions that can significantly reduce peoples quality of life, but effective treatments are lacking. The main objective of this study was to evaluate the effectiveness of an habit reversal training (HRT) treatment, that is a first line treatment for these conditions. HRT was delivered in combination with either stimulus control (HRT-SC), attempting to control the environmental stimulus that evokes the behavior (n = 10), or cue-exposure with response prevention (HRT-CERP), where the situations are confronted in the attempt to control the behavior itself by habituation to cues (n = 10). It was expected that the HRT-CERP would be equally effective as the well established HRT-SC. It was also expected that greater reductions would be observed in sensitivity to “not-just-right-experiences“ or NJRE, following HRT-CERP that targets unhelpful thoughts related to trait incompleteness. Method: Participants were 20 female university students who met diagnostic criteria for HPD (n = 5) or SPD (n = 15). All participants were randomly assigned to one of the two treatments, each consisting of four weekly sessions. Treatment effectiveness was evaluated with both self-report questionnaires and semi-structured clinical interviews of symptom severity. Results: Both treatment conditions resulted in statistically significant improvements on all outcome measures (p < 0,05) and there was indication that the HRT-CERP was superiour to HRT-SC. Pre to post treatment effect sizes (Cohen‘s d) ranged from 1,28 to 2,96 and were larger on all outcome measures in the HRT-CERP group (2,27-2,96) compared to the HRT-SC group (1,28-1,30). Significant reductions in not-just-righ experiences were observed but were not qualified by treatment condition. Conclusions: Both HRT-SC and HRT-CERP proved effective in reducing HPD/SPD symptom severity. HRT-CERP is a promising alternative to the well established HRT-SC, and should be developed further to enhance treatment effectiveness of HPD/SPD symptoms.
    Keywords: Skin-picking disorder, hair-pulling disorder, habit reversal training, stimulus control, cue-exposure, response prevention, controlled clinical trial.

Samþykkt: 
  • 30.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand.Psych. - Hulda María Einarsdóttir.pdf1,14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Hulda María Einarsdóttir.pdf595,34 kBLokaðurYfirlýsingPDF