is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27685

Titill: 
 • Tannlýsing. Aðgengi upplýsinga og reynsla neytenda.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Markmið rannsóknar var að skoða viðhorf þátttakenda til lýsingar tanna, meðferðaraðila og reynslu þeirra af tannlýsingarmeðferðum.
  Aðferðir: Gerð var megindleg rannsókn, þar sem rafrænum spurningalista um tannlýsingu, efni og meðferðir var dreift gegnum samfélagsmiðla. Notað var snjóboltaúrtak til að afla þátttakenda og var könnunin opin öllum til þátttöku. Niðurstöður voru settar upp í töflur og gröf, til þess að skoða á myndrænan hátt.
  Niðurstöður: Alls tóku 400 þátt í rafrænni spurningakönnun, meirihluti þátttakenda voru konur (85,5%) en 14,5% karlar. Flestir voru á aldursbilinu 21-30 ára (44,3%) en fæstir 61 árs eða eldri (2,5%). Þar af höfðu 68,5% notað tannlýsingartannkrem og 47,3% höfðu notað önnur efni eða aðferðir til að lýsa tennurnar. Af þeim sem höfðu gengist undir tannlýsingarmeðferð höfðu 44,6% orðið varir við óþægindi eftir meðferðina, algengustu aukaverkanir voru kul í tönnum (68,5%), viðkvæmni í tönnum (28,8%) og sviði í tannholdi (23,3%). Meirihluti (50,4%) var sammála fullyrðingu um að aðgengi að upplýsingum á vefmiðlum væri auðvelt, en 40,7% voru ósammála fullyrðingunni um að vefmiðlar birti áreiðanlegar upplýsingar um tannlýsingarmeðferðir.
  Ályktun: Niðurstöður sýna að tannlýsingarmeðferðir eru algengar í okkar samfélagi. Mikilvægt er að rétt sé staðið að slíkum meðferðum og skaðlaus efni notuð undir eftirliti fagfólks, einnig þarf að upplýsa og fræða almenning, til að mynda um aukaverkanir og áhættuþætti sem fylgja meðferðinni.
  Efnisorð: Tannlýsing, tannhvíttun, samfélagsmiðlar, tannheilsuteymi.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The aim of the study was to examine participants' attitude towards the bleaching of teeth, bleaching specialists and their experience of different methods of bleaching.
  Methods: A quantitative study was conducted, based on an online questionnaire distributed through social media on dental bleaching, materials and treatments. A snowball sample was used to select participants and the survey was open to all. The results were presented in charts and graphs.
  Results: A total of 400 people participated in the online questionnaire survey. Of these, 85,5% were women and 14,5% were men. Most of the participants were 21-30 years old (44,3%) but fewest were 61 years of age or older (2,5%). Total 68,5% had used whitening toothpaste and 47,3% had used other substances or methods to bleach their teeth. Of those who had undergone dental bleaching treatment, 44,6% suffered from post-treatment discomfort. The most common adverse effects were tooth sensitivity to cold (68,5%), general tooth sensitivity (28,8%) and gingival irritation (23,3%). The majority (50,4%) agreed that access to information on web media is easy, but 40,7% disagreed with the opinion that the Internet is a trustworthy source of information.
  Conclusion: The results show that dental bleaching treatments are common in our society. It is important that such treatments are appropriately executed by professionals, with bleach materials causing no harm, and it is important to inform and educate the general public, e.g. about adverse effects and risk factors.
  Key words: tooth bleaching, tooth whitening, social media, dental team.

Samþykkt: 
 • 30.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tannlysing_adgengi_upplysinga_og_reynsla_neytenda.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_borghildur.pdf294.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF