is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27687

Titill: 
  • Sárasogsmeðferð: Helstu frábendingar og fylgikvillar
  • Titill er á ensku Negative Pressure Wound Therapy: Major contraindications and adverse effects
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Sárasogsmeðferð er ný og byltingarkennd meðferð við sárgræðslu og hefur notkun hennar aukist mikið síðustu ár og mun að öllum líkindum koma til með að aukast enn frekar á komandi árum. Þrátt fyrir að ábendingar fyrir notkun sárasogsmerðferðar geti verið fjölmargar og árangur góður má ekki gleyma að líta til þeirra frábendinga og fylgikvilla sem fylgt geta meðferðinni. Með þessari samantekt er vakin athygli á þessum mikilvægu þáttum meðferðarinnar og um leið er heilbrigðisstarfsfólk hvatt til að taka upplýsta ákvörðun um val á meðferð byggða á bestu mögulegu þekkingu hverju sinni.
    Markmið: Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að vekja athygli og auka skilning á þeim helstu frábendingum og fylgikvillum sem fylgt geta sárasogsmeðferð.
    Aðferð: Heimilda var aflað í gegnum leitarvélar gagnagrunna Pubmed, Cinahl, Scopus og Google Scholar ásamt handvöldu efni. Miðað var við að heimildir væru frá árunum 1997 - 2016 en eldri heimildir voru þó einnig notaðar til að afla upplýsinga um fræðilegan bakgrunn vegna gildis fyrir verkefnið. Þær takmarkanir sem notast var við í gagnasöfnum leitarvélanna voru: clinical study, case reports, clinical trial, clinical trial: phase I-IV, controlled clinical trial, randomized controlled trial, review og systematic reviews, humans, English, Icelandic, ágrip (e. abstract), full text, free full text ásamt handvöldu efni. Alls voru 34 heimildir notaðar við gerð samantektar.
    Niðurstöður: Í ljós kom að helstu frábendingar frá sárasogsmeðferð eru blæðingarhætta, ómeðhöndlaðar beinsýkingar, sár með drepi og illkynja sár. Helstu fylgikvillar meðferðarinnar eru verkir, streita og kvíði, blæðingar og rof á hjartavöðva.
    Umræður/ályktun: Sárasogsmeðferð er án efa ákjósanlegur kostur þegar sárgræðsluferlið gengur ekki sem skyldi. Meðferðin er byltingarkennd nýjung þegar kemur að sárgræðslu og henni verið mikið hampað og lítilli athygli beint að neikvæðum þáttum hennar. Þær heimildir sem liggja fyrir um frábendingar og fylgikvilla virðast flestar á sama máli hvað varðar þá áhættuþætti sem sárasogsmeðferð getur haft í för með sér. Hafa þarf í huga að ekkert tilfelli er eins og því getur verið erfitt að meta neikvæða þætti meðferðarinnar út frá þessum niðurstöðum. Með þessu verkefni vonumst við til þess að frekari rannsóknir á viðfangsefninu verði gerðar sem gætu varpað frekara ljósi á helstu frábendingar og fylgikvilla semfylgt geta meðferðinni.
    Lykilorð: Sárasogsmeðferð, ábendingar, frábendingar, fylgikvillar

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Negative pressure wound therapy is a new revolutionary technique that promotes wound healing. The treatment has gained wide acceptance over the past two decades and the use of it is likely to increase in the nearest future. Although there are number of indications for use of the therapy with good results, it is important to address the contraindications and adverse effects related to the therapy. We would like to draw attention to these matter within healthcare and encourage professionals to make an informed choice of treatment based on the best possible knowledge at any given time.
    Purpose: The aim of this literature review is to address and increase knowledge of contraindications and adverse effects that can be related to negative pressure wound therapy.
    Method: Sources in this literature review were obtained from the Pubmed, Cinahl, Scopus and Google Scholar databases along with hand-selected material from 1997 - 2016. Sources were read and analyzed for the purpose of obtaining information on major contraindications and adverse effects associated with negative pressure wound therapy. The limitations clinical study, case reports, clinical trial, clinical trial: phase I-IV, controlled clinical trial, randomized controlled trial, review og systematic reviews, humans, english, icelandic, abstract, full text, free full text were used. Total number of used sources were 34 in this literature review.
    Results: It is known that major contraindications for negative pressure wound therapy are the risk of bleeding, untreated osteomyelitis, necrotic wounds and malignant wounds. Major adverse effects related to the therapy are pain, stress and anxiety, bleeding and rupture of the heart muscle.
    Discussion and conclusion: Negative pressure wound therapy is undoubtedly an optimal choice in wound treatment. The treatment is a revolutionary innovation when it comes to promote wound healing and heavily promoted while the negative aspects of the treatment has been showed less attention. Available sources on contraindications and adverse effects seem to agree in terms of risk factors associated with the therapy, but it is difficult to generalize their findings to larger populations because samples were small and they address different factors. With this literature review we hope that further research on this matter will be carried out that could address the major contraindications and adverse effects of the therapy.
    Keywords: Negative pressure wound therapy, indications, contraindications, adverse effects

Samþykkt: 
  • 31.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sárasogsmeðferð maí 2017.pdf428 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf106.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF