is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27688

Titill: 
 • Viðskiptaáætlun fyrir Reykjavik Pop Museum. Upplifun í hjarta Reykjavíkur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt; annars vegar að kanna fýsileika tónlistarsafnsins, Reykjavik Pop Museum, með gerð viðskiptaáætlunar fyrir safnið og safnbúð þess og hins vegar greiningar á því hvernig nýta megi kenningar og aðferðir upplifunarhagkerfisins við hönnun og rekstur safnsins.
  Í upplifunarhagkerfinu er lögð áhersla á að hafa skýrt þema sem skín í gegn í allri upplifuninni.
  Markaðs- og samkeppnisgreining sýndi að markhópur safnsins voru erlendir ferðamenn og þá sérstaklega fólk yngra en 45 ára með áhuga á tónlist.
  Gert er ráð fyrir 100 þús. gestum á fyrsta ári og 150 þús. á fimmta ári m.v. söluspá. Aðgangseyrir verður 2.500 kr. Áætlaður stofnkostnaður safns er 181.400 þús. kr. og verður verkefnið fjármagnað alfarið með eigin fé á þróunartíma sem er tvö ár. Sjóðstreymi verður jákvætt á öðru ári og fjárfestingin borgar sig til baka á sjötta ári m.v. 20% ávöxtunarkröfu en innri vextir verkefnisins eru 32% yfir 10 ára tímabil. Lítill sveigjanleiki er í verðlagningu eða væntri aðsókn og má safnið aðeins lækka aðgangseyri um 10% og aðsókn dragast saman um 10% til að 20% ávöxtunarkröfu verði mætt.
  Að þessu gefnu er mælt með því að ráðist sé í verkefnið.
  Við rekstur safnsins verður notast við verkferli sem mælir upplifun gesta og mælir hvernig sú upplifun hefur áhrif á rekstrarmælikvarða.

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EÞH__Lokaskil.pdf3.45 MBLokaður til...30.05.2025HeildartextiPDF
yfirlysingumlokaverkefni.pdf9.7 MBLokaðurYfirlýsingPDF