is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27690

Titill: 
  • Ungir hjúkrunarfræðingar. Af hverju hætta þeir í hjúkrun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Skortur á hjúkrunarfræðingum er ekki einungis bundinn við Ísland heldur er hann alþjóðlegt vandamál sem má meðal annars rekja til þess að stór hópur hjúkrunarfræðinga mun fara á eftirlaun á næstu árum. Ungir hjúkrunarfræðingar eru mikilvægir í nýliðun hjúkrunarfræðinga en það er áhyggjuefni hve stórt hlutfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hættir störfum við hjúkrun. Spá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) um mönnun í stöður hjúkrunarfræðinga gerir ráð fyrir að um 15% nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga komi ekki til með að ráða sig í hjúkrunarstörf.
    Tilgangur: Að kanna ástæður þess að ungir íslenskir hjúkrunarfræðingar hætta að starfa við hjúkrun ásamt því að kanna hvaða þættir í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga þurfi að breytast til þess að þeir vilji koma aftur til starfa við hjúkrun.
    Aðferðir: Um er að ræða megindlega rannsókn með lýsandi könnunarsniði. Úrtak rannsóknarinnar náði til 50 hjúkrunarfræðing sem hættir voru störfum við hjúkrun. Spurningalisti sem auk bakgrunnsspurninga innihélt spurningar um launakjör, álag í starfi, vinnutíma, vaktafyrirkomulag, samræmingu vinnu og einkalífs, núverandi starf og líkur á að koma aftur til starfa við hjúkrun, var sendur rafrænt til þátttakenda.
    Niðurstöður: Svörunin var 88% (n=44) og allir þátttakendur voru konur fæddar á árunum 1974-1990. Flestir þátttakenda voru af hinni svokölluðu Y-kynslóð og höfðu unnið við hjúkrun í tvö ár eða skemur áður en þeir hættu. Niðurstöður leiddu í ljós að helstu ástæður þess að þátttakendur hættu að starfa við hjúkrun voru óánægja með launakjör, mikið vinnuálag og streita í starfi. Meirihluti þátttakenda greindu frá því að væntingar þeirra bæði til hjúkrunarnáms og starfs hafi staðist að nokkru eða litlu leyti. Erfiðleikar við að samræma vinnu og fjölskyldulíf hafði einnig töluverð áhrif á ákvörðun þeirra að hætta í starfi. Flestir sögðust nokkuð ánægðir í núverandi starfi sínu og þá voru einnig flestir sem sögðu að launakjör væru betri í núverandi starfi, borið saman við síðasta hjúkrunarstarf. Flestir þátttakendur sögðust þó hafa verið nokkuð ánægðir í síðasta hjúkrunarstarfi sem þeir gegndu. Stór hluti þátttakenda sagðist hafa áhuga á að starfa við hjúkrun í framtíðinni, en rúmlega helmingur þeirra sagði óvíst hvenær það yrði.
    Ályktun: Til þess að unnt sé að sporna við ótímabæru brottfalli ungra hjúkrunarfræðinga úr starfi þurfa stjórnendur stofnana og stjórnvöld að endurskoða og bæta vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga út frá þörfum þeirra sem yngstir eru í starfi. Jafnframt þarf að veita þeim stuðning í starfi og bæta launakjör en launamál hjúkrunarfræðinga er það sem brennur heitast á ungum hjúkrunarfræðingum í dag.
    Lykilorð: Kynslóð-Y, ungir hjúkrunarfræðingar, nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, brottfall úr starfi, festa í starfi, laun, álag, vinnutími, vinnuumhverfi.

Samþykkt: 
  • 31.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ungir hjúkrunarfræðingar - Af hverju hætta þeir í hjúkrun.pdf984,65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð á verkefni.jpg189,17 kBLokaðurYfirlýsingJPG