is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27692

Titill: 
 • Þátttaka 4ra ára barna í bólusetningum á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Árlegar skýrslur sóttvarnalæknis frá árinu 2012 um þátttökutíðni barna í bólusetningum á Íslandi sýna að þátttakan í bólusetningunum undanfarin ár er viðunandi í öllum bólusetningunum nema við 12 mánaða og 4 ára aldurinn en þar er þátttökutíðnin undir viðmiðunarmörkum.
  Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að komast að þátttöku 4ra ára barna í bólusetningum á þjónustusvæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) árið 2015 og ástæður fyrir lægri tíðni bólusettra við þann aldur. Einnig var verklag ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðvanna við 4ra ára skoðun og bólusetningar við þann aldur skoðað.
  Aðferð: Úrtak foreldra allra 266 barna er fæddust árið 2010 sem ekki voru bólusett á tilsettum tíma samkvæmt gögnum sóttvarnalæknis. Eftir hreinsun gagna féllu 164 börn undir hóp óbólusettra barna skv. skrám HH. Svarhlutfall var 39,6% upphaflega úrtaksins.
  Spurningar voru lagðar fyrir um tengsl við barn, aldur, menntun, búsetu, hjúskaparstöðu, fjölda barna á heimili og fæðingarmánuð barns. Einnig var spurningalisti lagður fyrir 15 verkefnisstjóra ung- og smábarnaverndar HH um þjónustu og verklag við bólusetningu 4ra ára barna á svæðinu þeirra. Svarhlutfall var 93,3%.
  Niðurstöður: Niðurstöður voru að 83,1% þátttakanda töldu barnið sitt að fullu bólusett. Hafi barn ekki verið bólusett var helsta skýringin gleymska foreldra (10,8%) eða að það hefði tafist í upphafi og fyrirfarist (9,2%). Einhverjir nefndu hræðslu við aukaverkanir (4,6%) sem ástæðu og vegna of mikils bóluefnis sem barnið fengi í heildina (3,1%) eða óþægindi og hræðsla barns við bólusetninguna (1,5%). Ekki var marktækur munur milli áhrifaþátta og hvort barn var bólusett eða ekki.
  Niðurstöður rannsókna á verklagi ung- og smábarnaverndar sýndi að allar heilsugæslurnar vinna eftir sama verklagi. Tvær heilsugæslustöðvar eru í samvinnu við leikskólana og sendir ein stöð út smáskilaboð í farsíma foreldra til áminningar.
  Ályktun: Út frá niðurstöðum má álykta að ekki séu ákveðnir áhættuþættir í fari foreldra eða uppeldi barns sem hefur áhrif á þátttökutíðni í bólusetningum. Samkvæmt þessum niðurstöðum má álykta að flestir hér á landi láti bólusetja börnin sín og bendir því til vanskráningar af hálfu heilsugæslunnar eða vanrækslu foreldra í garð barnsins þar sem barn mætir ekki á tilteknum tíma í bólusetningu. Niðurstöður geta gagnast í stefnumótun og bættri þjónustu í ung- og smábarnavernd.
  Lykilorð : bólusetningar, heilsugæsla, þátttökutíðni, foreldrar/forráðamenn, hjarðónæmi

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þátttaka-4ra-ára-barna-í-bólusetningum-á-Íslandi-BS-ritgerð-Anna-og-Henný .pdf2.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir lokaverkefni.pdf404.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF