is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27696

Titill: 
  • „Ég er að tryggja mitt eigið öryggi sem starfsmaður": Mat á þörf fyrir öryggisgátlista á legudeildum skurðlækningasviðs Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var meta þörf fyrir öryggisgátlista á legudeildum skurðsviðs Landspítalans. Rannsóknir hafa sýnt að með notkun öryggisgátlista er hægt að tryggja öryggi sjúklinga á margvíslegan hátt. Markmiðið með notkun gátlista er að fá starfsfólk til að fara markvisst yfir þau verk sem þarf að vinna. Þannig er hægt að tryggja að full athygli starfsmanna sé á verkefnum. Settur var saman rýnihópur til að kanna hvort þörf er til staðar og áhugi fyrir notkun slíkra gátlista. Rýnihópsviðtal er eigindleg rannsóknaraðferð til að fá álit og reynslu viðmælenda af viðfangsefninu. Í rýnihópnum voru sex hjúkrunarfræðingar af mismunandi legudeildum skurðlækningasviðs. Starfsaldur þeirra var á bilinu eitt til þrjátíu og eitt ár og voru hjúkrunarfræðingarnir allir kvenkyns.
    Eftir að samræður höfðu verið skráðar og yfirfarnar fannst eitt yfirheiti, þrjú grunnþemu og átta undirþemu. Þemun voru eftirfarandi: „Að láta setja sig úr örygginu“, Gátlisti gerir gagn og „Lykilatriði er að fólk sjái einhvern tilgang í þessu“. Yfirheitið „Að koma böndum á óreiðuna“ vísar til þess að viðmælendum finnst ríkja of mikil óreiða í vinnuumhverfi sínu. Gátlistar geta þannig nýst til þess að skipuleggja verk hjúkrunarfræðinga og með því aukið öryggi sjúklinga og starfsmanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flestir viðmælendurnir voru jákvæðir í garð gátlista og töldu að með þeim væri hægt að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna. Þeim varð tíðrætt um að innleiðing gátlista yrði að vera farsæl og ekki gerð í fljótfærni. Einnig varð að vera skýr tilgangur með notkun gátlista og fólk sæi einhvern tilgang með notkun hans.
    Álykta má af niðurstöðum að hugsanlega sé þörf fyrir gátlista á legudeildum skurðsviðs og notkun þeirra gæti þannig stuðlað að bættu öryggi fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Samþykkt: 
  • 31.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd.pdf998,32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf792,54 kBLokaðurYfirlýsingPDF