is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27698

Titill: 
 • Áhrifaþættir á líðan syrgjenda: Fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þriðjungur andláta á Íslandi verða á Landspítalanum. Aðstandendur takast mismunandi á við sorg og getur aðdragandi andláts haft áhrif á líðan þeirra eftir missi. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé vel upplýst um hvaða þættir hafa áhrif á líðan aðstandenda fyrir og eftir missi ástvinar.
  Tilgangur: Að skoða hvaða þættir tengdir lífslokaferlinu hafa áhrif á líðan aðstandenda fyrir og eftir missi. Leitast verður við að fá innsýn í hvert hlutverk hjúkrunarfræðinga er gagnvart aðstandendum við lífslok og hvaða þætti er mikilvægt að hafa í huga.
  Markmið: Að hjúkrunarfræðingar geti hagnýtt þetta fræðilega yfirlit til að styðja betur við aðstandendur við missi og koma í veg fyrir langvarandi óheilbrigða sorg.
  Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin leit í gagnasafninu PubMed með samsettum leitarorðum með markmið verkefnisins í huga og voru notaðar greinar frá árunum 2006-2017.
  Niðurstöður: Samtals stóðust 15 rannsóknir inntökuskilyrði og sýndu rannsóknirnar fjölmarga þætti sem hafa áhrif á líðan aðstandenda fyrir og eftir missi. Niðurstöðum var skipt upp í fjögur þemu sem voru áberandi við lestur greinanna. Þemun voru eftirfarandi: Upplýsingaflæði og samskipti heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda, þátttaka aðstandenda, umönnun deyjandi sjúklinga og umhverfi spítalans. Þegar heilbrigðistarfsfólk tók tillit til þessara áhrifaþátta voru aðstandendurnir ánægðari með upplifun sína af lífslokaferlinu og gekk betur að vinna úr sorginni.
  Umræður/ályktun: Heilbrigðisstarfsfólk er óöruggt hvað það varðar að hafa frumkvæði að samskiptum og umhyggju gagnvart aðstandendum við lífslok ástvina þeirra. Vísbendingar eru um að upplifun aðstandenda af lífslokaferli og umönnun við lífslok ástvinar hafi forspárgildi um afdrif þeirra eftir missi og áhrif sorgar á líf þeirra og líðan. Algengasti áhrifaþátturinn samkvæmt niðurstöðum rannsókna var þörf aðstandenda fyrir meiri upplýsingar við lífslok sjúklings og mikilvægi þess að eiga skilvirk samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera meðvitaðir um þessa þætti við umönnun sjúklinga og aðstandenda þeirra við lífslok.
  Lykilorð: Aðstandendur, sorg, lífslokameðferð, líknarmeðferð, tilfinningalegur stuðningur.

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerd-GSRPH.pdf545.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsingarskjal.pdf522.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF