is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/277

Titill: 
  • Andleg líðan kvenna : rannsókn á andlegri líðan kvenna á aldrinum 18-60 ára á þjónustusvæði Heilbrigðistofnunar Ísafjarðarbæjar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum 18-60 ára á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Rannsökuð var andleg líðan, orsök hennar og þau úrræði sem konurnar nota til að meðhöndla andlega vanlíðan sína. Einnig var kannað hvaða þjónustu konurnar töldu vanta í sína heimabyggð til að meðhöndla andlega vanlíðan.
    Magnbundin rannsóknaraðferð var notuð við gerð þessarar rannsóknar. Úrtakið var 120 konur á aldrinum 18-60 ára sem hafa aðgang að þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Spurningalistar voru sendir í pósti til þessara 120 kvenna og svöruðu 73 eða 60.8%.
    Helstu niðurstöður voru þær að meirihluti kvennanna fann ekki fyrir andlegri vanlíðan eða 54.8%, 16.4% kvennanna fundu fyrir einhverjum einkennum andlegrar vanlíðurnar, 12.3% þeirra fundu fyrir nokkuð mikilli andlegri vanlíðan en 16.4% kvennanna fundu fyrir alvarlegri andlegri vanlíðan. Bendir þetta til að andleg vanlíðan meðal kvenna sé algengari á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar en aðrar sambærilegar erlendar rannsóknar sýna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að andleg vanlíðan sé algengust á aldrinum 18-44 ára og einnig kom í ljós að fjórðungur kvennanna á aldrinum 51-60 ára var með sterk einkenni andlegrar vanlíðunar. Hjónaband virðist vera verndandi þáttur gegn andlegri vanlíðan og fundu þær konur sem voru giftar eða í sambúð síður fyrir einkennum en þær sem voru einhleypar og fráskildar. Þá styður rannsókn þessi fyrri rannsóknir þess efnis að konur með aukna menntun virðast síður finna fyrir andlegri vanlíðan en þær sem minni menntun hafa. Í ljós kom að atvinna virðist hafa þau áhrif á andlega vanlíðan að þær konur sem eru í lítilli eða engri vinnu virðast finna fyrir meiri andlegri vanlíðan en þær sem eru í meiri vinnu.
    Helstu ástæður andlegrar vanlíðunar hjá konunum voru að þær höfðu orðið fyrir áfalli fyrr á ævinni að þær fundu fyrir aukinni andlegri vanlíðan tengda vissum árstímum og tímabilum í tíðahringnum. Þau úrræði sem konunar notuðu helst til að meðhöndla andlega vanlíðan sína voru að ræða við aðra og hreyfa sig. Helstu úrræði sem konunum fannst vanta á þjónustusvæði sitt voru að þær vildu fá sálfræðing eða geðlækni til starfa.
    Rannsakendur telja í ljósi niðurstaðna að konur á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar eigi við meiri andlega vanlíðan að stríða en aðrar svipaðar rannsóknir benda á. Einnig telja rannsakendur niðurstöðurnar benda á þörfina á að ráða sérfræðing á sviði geðheilbrigðis til starfa á þjónustusvæðið.

Athugasemdir: 
  • Faglegur ráðgjafi : Gunnar Frímannsson
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lidankv-forsida.pdf40.58 kBOpinnAndleg líðan kvenna - forsíðaPDFSkoða/Opna
Lidankv-heild.pdf978.24 kBOpinnAndleg líðan kvenna - heildPDFSkoða/Opna