is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27702

Titill: 
 • Erlendir ferðamenn sem leita heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Frá árinu 2010 hefur árleg aukning erlendra ferðamanna á Íslandi verið að meðaltali 21,6%. Meirihluti ferðamanna ferðast út fyrir höfuðborgarsvæðið og gætu því þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á hjúkrun erlendra ferðamanna á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tíðni koma erlendra ferðamanna á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2005-2016 auk þess að skoða mat hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarþörfum erlendra ferðamanna í því markmiði að bæta verkferla og gæði þjónustu í hjúkrun erlendra ferðamanna utan höfuðborgarsvæðisins.
  Aðferðir: Annars vegar var um að ræða aftursýna gagnaöflun úr sjúkraskám Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) 2005–2016 um fjölda og komuástæður erlendra ferðamanna. Hins vegar lýsandi rafræna þversniðskönnun meðal bráðahjúkrunarfræðinga og heilsugæsluhjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni um mat þeirra á hjúkrun erlendra ferðamanna og sértækum þjónustuþörfum.
  Niðurstöður: Aukning varð á komum erlendra ferðamanna á HSS frá árinu 2005–2016, um 344%. Árlegar komur voru að meðaltali 165 talsins en 2016 voru þær 324, í heildina voru 66% koma vegna veikinda og 24% vegna slysa. Í þversniðskönnuninni tóku þátt 56 hjúkrunarfræðingar, 30 af heilsugæslu og 26 af sjúkrahúsum. Af svarendum mátu 43% (n=24) að miklu meiri tími færi í að sinna erlendum ferðamönnum en 64% mátu hjúkrunarþarfir erlendra ferðamanna svipaðar Íslendinga. Sértækar þarfir voru metnar koma mjög oft eða oft upp varðandi tungumálaerfiðleika (91%), aðstoð við flutning eða ferðair (80%), smitgát (finna% um mjög oft/oft). Algengast var að senda ferðamenn á á Landspítala ef þörf var á.
  Ályktun: Fjöldi erlendra ferðamanna sem leitaði á HSS á jókst í takt við aukningu ferðamanna til Íslands. Hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni mátu hjúkrunarþarfir erlendra ferðamanna sambærilegar við Íslendinga en að lengri tíma tæki að sinna erlendu ferðamönnunum. Sértækar þarfir vegna tungumálaörðuleika, smitgátar, flutninga, gistingar og ferðamáta væru algengar. Bæta mætti verkferla varðandi sértækar þarfir erlendra ferðamanna til þess að auka skilvirkni og gæði hjúkrunar.
  Lykilorð: erlendir ferðamenn, landsbyggðin, sértækar þarfir

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlendir ferðamenn sem leita heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.pdf836.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.jpg178.39 kBLokaðurYfirlýsingJPG