is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27706

Titill: 
 • Áhrif líkamsbyggingar íþróttastelpna og -stráka á hreyfimynstur við framkvæmd gabbhreyfinga
 • Titill er á ensku The effects of body structure in prepubescent ahletes in the execution of sidestep cutting maneuvers
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Slit á fremra krossbandi (FK) er alvarlegur áverki á hné og getur haft neikvæð áhrif á íþróttaiðkun fólks. Í rannsóknum þar sem kannaðir eru kynbundnir áhættuþættir krossbandsslita er oftast einblínt á einstaklinga eftir kynþroska. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort kynbundinn munur á líkamsbyggingu væri til staðar hjá 9 - 12 ára börnum og hvort ákveðnar breytur sem endurspegla líkamsbyggingu hefðu tengsl við hreyfimynstur um mjöðm og hné við framkvæmd gabbhreyfinga. Einnig var kannað hvort kynbundinn munur væri á hreyfimynstri hægri og vinstri hliðar, fyrir og eftir þreytuíhlutun.
  Alls tóku 129 (stúlkur og drengir) þátt, frá handbolta- og fótboltaliðum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur hituðu upp á hjóli í 5 mínútur, framkvæmdu síðan 10 gabbhreyfingar (5 endurtekningar fyrir hvorn fót) þar sem stigið var á AMTI kraftplötu á meðan átta myndavélakerfi frá Qualisys voru notuð til að taka upp hreyfingarnar í þrívídd. Í kjölfarið fóru þátttakendur í 5 mínútna þreytuíhlutun á skautabretti og endurtóku svo 10 gabbhreyfingar. Staða neðri útlima var skoðuð út frá tímapunkti hámarks fráfærslukraftvægis í hné fyrstu 50 millisekúndur stöðufasans (HFK<50msek). Til tölfræðiúrvinnslu var lýsandi tölfræði notuð ásamt t-prófi og pöruðu t- prófi. Marktektarmörk voru sett við 0,05.
  Helstu niðurstöður sýndu kynbundinn mun á nokkrum breytum tengdum líkamsbyggingu barnanna. Niðurstöður leiddu líka í ljós að munur milli hliða á hreyfingu mjaðma og búks var ekki eins hjá strákum og stelpum og að áhrif þreytu á fráfærsluhorn í hné voru ólík á milli kynja. Ekki fannst marktæk fylgni á milli líkamsbyggingar og hámarks fráfærslukraftvægis í hné við HFK<50msek en marktæk fylgni var milli líkamsbyggingar neðri útlima og annarra lífaflfræðilegra breyta.
  Líkamsbygging virðist hafa áhrif á hreyfimynstur við framkvæmd gabbhreyfinga. Þótt ekki sé hægt að hafa áhrif á líkamsbyggingu sem áhættuþátt er nauðsynlegt að vera meðvitaður það hvernig líkamsbygging getur haft áhrif á aðra áhættuþætti þegar hugað er að forvörnum.

 • Útdráttur er á ensku

  Anterior cruciate ligament (ACL) injury can negatively affect people‘s quality of life. Most ACL tears occur during non-contact situations. Most studies that investigate gender based risk factors associated with ACL tears focuse on adolescents. The aim of this study was to investigate whether there is a difference in body structure between boys and girls aged 9-12, and whether certain variations in body structure are related to movement patterns around the hip and knee in sidestep cutting maneuvers. Movement patterns were contrasted between the left and right stance leg, before and after a functional fatigue protocol, between boys and girls.
  The data used in the study were from a total of 129 (girls and boys) recruited from handball and soccer teams. Participants performed a warm-up, then executed 10 sidestep cutting maneuvers (5 per leg) where they stepped onto an AMTI power plate. The movement was recorded using an 8 camera Qualisys motion capture system. Participants did a 5-minute functional fatigue protocol and then repeated 10 sidestep cutting maneuvers. The position of the lower limbs was examined at the moment of maximum abduction moment of the knee, the first 50 milliseconds of stance phase (MAMK<50msec). Results were analyzed using descriptive statistics with a paired t-test. The likelihood ratio set at p=0,05.
  The results demonstrated a sex dependent difference of body structure and that the difference between sides in pelvic, trunk and knee movement was not identical in boys and girls. The effects of fatigue on the knee abduction angle also differed between the sexes. There was significant correlation between the structure of the lower limbs and other biomechanical outcome measures.
  There appears to be a difference in body structure in children aged 9-12. Body structure may influence movement patterns of the lower limbs and trunk when executing sidestep cutting maneuvers. Although it is impossible to affect body structure, it is necessary to be aware of how it can influence other risk factors when it comes to injury prevention.

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaskil.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_3845.JPG1.37 MBLokaðurYfirlýsingJPG