is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27708

Titill: 
  • Áhrif viðbótarmeðferða og líkamsþjálfunar á heilbrigði sjúklinga með langvinna lungnateppu
  • Titill er á ensku Effects of complementary therapies and exercise on COPD patients
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) á stigi II-IV upplifa andnauð sökum skertrar lungnavirkni. Öndunarvöðvar starfa ekki sem skyldi og notkun hjálparvöðva við öndun eykst. Við líkamsþjálfun eða athafnir daglegs lífs kemur andþröng í veg fyrir að andrýmd aukist sem leiðir til mæði. Líkamsþjálfun eykur líkamlega getu ásamt því að minnka mæði og auka súrefnisupptöku vefja. Þjálfun virðist draga úr þunglyndi og kvíða og heilsutengd lífsgæði aukast. Mikilvægt er að vekja athygli á fleiri aðferðum til líkamsþjálfunar til að takast á við einkenni LLT. Líkamsþjálfun er mikilvægur þáttur í lungna-endurhæfingu og stuðlar að bættri lifun ásamt því að hamla framgangi sjúkdómsins.
    Kannað var hvaða viðbótarmeðferðir, í formi æfinga, auk annarrar líkamsþjálfunar eru í boði fyrir sjúklinga með LLT og áhrif þeirra á líkamlega og andlega líðan sjúklinga og lífsgæði þeirra.
    Gerð var fræðileg úttekt á klínískum rannsóknum um langvinna lungnateppu, líkamsþjálfun og viðbótarmeðferðir í formi þjálfunar. Leitað var fimm ár aftur í tímann og skilaði leitin 21 rannsóknargrein sem unnar voru niðurstöður úr.
    Helstu niðurstöður rannsókna sýna að lotuþjálfun er vænlegur kostur fyrir sjúklinga þar sem þeir upplifa minni mæði. Ástundun líkamsæfinga og lengri lifun LLT sjúklinga virðist tengjast en líkamsþjálfun getur að einhverju leyti dregið úr áhættuþáttum sem stuðla að hækkaðri dánartíðni. Rannsóknir benda til að stunda þurfi æfingar með langtímamarkmið í huga og eftirfylgni virðist auka æfingaheldni. Kínverskar æfingar og jóga virðast bæta líkamlega getu og lífsgæði sjúklinga með LLT. Rannsóknirnar benda til að kínverskar æfingar og jóga séu hættulausar og þolanlegar fyrir sjúklinga. Þol- og mótstöðuþjálfun virðist hafa víðtækari áhrif á lífsgæði heldur en jóga. Ekki virtist vera munur á einkennum kvíða og þunglyndis hjá sjúklingum sem iðkuðu jóga og þeim sem hlutu hefðbundna meðferð.
    Út frá niðurstöðum má álykta að sjúklingar með LLT geti bætt líðan sína og lífsgæði með því að stunda kínverskar æfingar eða jóga, þol- og/eða mótstöðuæfingar. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga sem vinna með sjúklingum með LLT að fylgjast með rannsóknum á nýjum hreyfimeðferðum sem geta bætt líðan sjúklinga. Mikilvægt er að þeir geti veitt ráðleggingar og hvatningu til sjúklinga um að gera æfingar til að efla heilsu sína.

  • Útdráttur er á ensku

    Patients with chronic obstructive pulmonary disease (COPD) at stage II-IV experience respiratory distress due to impaired pulmonary activity. Respiratory muscles do not work properly and the use of auxiliary muscles is increased. During workouts or activities of daily life, congestion prevents adversity from increasing which leads to shortness of breath. Exercise enhances physical ability, reduces shortness of breath and increases tissue absorption. Training seems to reduce depression and anxiety and health-related quality of life increases. It is important to draw attention to more physical training methods to deal with the symptoms of COPD. Workout is an important element in pulmonary rehabilitation, contributing to improved survival, as well as inhibiting progression of the disease.
    A systematic review was done on research of what kind of additional therapies, in the form of exercises, as well as other physical training, were available for patients with COPD and their effects on the physical and mental well-being of patients and their quality of life.
    A clinical study of chronic obstructive pulmonary disease, physical training and additional therapies in the form of training was performed. A search was made five years back and returned the search for 21 research papers.
    Main results of studies show that nonlinear training is a favorable choice for patients because it can reduce dyspnea. Physical activity and long-term survival of COPD patients seem to be related, but workout can in some ways reduce risk factors that contribute to increased mortality. Studies indicate that long-term training needs to be considered and follow-up seems to increase exercise compliance. Chinese exercise and yoga seems to enhance physical ability and improve quality of life in COPD patients. Studies indicate that Chinese exercise and yoga are non-hazardous and an acceptable form of exercise for patients but aerobic- and resistance training seem to have a broader impact on quality of life than yoga. There was no difference between symptoms of anxiety and depression in yoga practitioners and those in traditional treatment.
    Based on the results, it can be concluded that patients with COPD can improve their well-being and quality of life by doing Chinese exercises or yoga, aerobic and/or resistance exercises. It is important for nurses who work with patients with COPD to monitor new research published with new exercise interventions that can improve patients well-being. It is important that they can provide recommendations and incentives to patients to do exercises to enhance their health.

Samþykkt: 
  • 31.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf353.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Viðbótarmeðferðir og LLT.pdf640.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna