Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27709
Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar eru stærsta starfstéttin innan heilbrigðiskerfisins og því mikilvægur og ómissandi hluti þess. Hjúkrun er hins vegar krefjandi starf og hefur verið talin ein mest streituvaldandi starfsgreinin í gegnum tíðina. Fyrsta árinu í starfi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga fylgir oft mikil streita og kvíði. Á þeim tíma móta ungu hjúkrunarfræðingarnir ákvarðanir varðandi starfsferil sinn og margir þeirra yfirgefa starfsgreinina vegna mikils álags og streitu í starfi. Það er því mikilvægt að veita þeim stuðning til að draga úr streitu og kvíða og stuðla þannig að aukinni ánægju og festu þeirra í starfi.
Tilgangur/Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar er að skyggnast inn í hugarheim nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og fá betri innsýn í það hvernig þeim líður í starfi. Einnig að kanna hvernig þeir greina frá vinnutengdri streitu og kvíða tæpu ári eftir útskrift.
Aðferð: Gagna var aflað með viðtölum við rýnihóp. Í rýnihópnum voru sex nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sem starfa við hjúkrun. Notaður var viðtalsrammi við framkvæmd viðtalsins. Við úrvinnslu gagna var texti viðtalsins flokkaður niður eftir innihaldi.
Niðurstöður: Við úrvinnslu gagna voru greindir flokkarnir líðan, álag, samskipti, bjargráð og framtíðarsýn. Niðurstöðurnar gefa til kynna að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar upplifa streitu og kvíða í starfi og að þær tilfinningar tengist að miklu leyti vinnuálagi. Einnig hafa samskipti, bæði góð og slæm, áhrif á líðan nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sæki sér helst stuðning frá öðrum hjúkrunarfræðingum en nýti sér ekki þann formlega stuðning sem heilbrigðisstofnanir bjóða upp á. Loks gefa niðurstöðurnar til kynna að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar upplifi sig á réttri hillu en séu þó ekki vissir um að hjúkrun verði þeirra framtíðarstarf.
Ályktun: Vinnutengd streita virðist vera algeng tilfinning meðal nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga í starfi. Með því að greina streituvalda í starfi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, draga úr þeim og veita þeim stuðning á fyrstu árum eftir útskrift geta hjúkrunarstjórnendur stuðlað að vellíðan þeirra og festu í starfi.
Lykilorð: nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, kvíði, streita, stuðningur
Background: Nurses are the largest profession within the health care system and therefore an important and essential part of it. Nursing is however a demanding occupation and has been considered to be one of the most stressful professions over the years. The first year of practice among newly graduated nurses is often accompanied with high stress and anxiety. During this time the young nurses shape decisions regarding their career and many of them leave the profession due to heavy workload and stress. It is therefore important to support them in order to reduce stress and anxiety and thereby promote increased wellbeing and retention at work.
Purpose: The purpose of this study is to look into the mindset of newly graduated nurses and get better insight into how they feel at work. Also to explore how they disclose work-related stress and anxiety just under a year from graduation.
Method: Data was collected with a focus group interview. In the focus group were six newly graduated nurses that work as nurses. An interview frame was used during the interview. During the analysis of the data the text of the interview was sorted by content.
Results: During the analysis of the data the categories wellbeing, workload, communication, coping strategies and future vision, were identified. The results indicate that newly graduated nurses experience stress and anxiety at work and that those emotions are to a large extent related to heavy workload. Communication, both good and bad, affect newly graduated nurses wellbeing also. The results also indicate that newly graduated nurses preferably look for support from other nurses but do not take advantage of the formal support that health care organizations have to offer. Lastly the results indicate that newly graduated nurses believe they are on the right path even though they are not sure nursing will be their future occupation.
Discussion: Work-related stress seems to be a common emotion among newly graduated nurses. By identifying stressors in the work of newly graduated nurses, reducing them and supporting the nurses during their first years after graduation, nursing managers can promote their wellbeing and retention at work.
Key words: newly graduated nurses, anxiety, stress, support
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ég er á réttri hillu - Rýnihópaviðtal.pdf | 649.83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 128.32 kB | Lokaður | Yfirlýsing |