Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2771
Tíðni alvarlegra mótorhjólaslysa á Íslandi hefur aukist á undanförnum árum. Mótorhjólafólk er berskjaldaðra í umferðinni en ökumenn annarra ökutækja og því hlýtur það oftar alvarlegri áverka í slysum.
Rannsókninni var beint að tíðni og alvarleika mótorhjólaslysa á Íslandi frá upphafi ársins 2003 til ársloka 2007. Markmið hennar var að auka þekkingu og hvetja til aukinnar áherslu á fræðslu og forvarnir.
Notuð var afturvirk lýsandi aðferðafræði og gögnum safnað úr sjúkraskrám Landspítalans og slysaskýrslum Umferðarstofu og Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Þátttakendur voru allir þeir sem lent höfðu í mótorhjólaslysum á árunum 2003-2007.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að alls urðu 842 mótorhjólaslys á rannsóknartímabilinu og að 240% aukning varð á slysatíðni frá árinu 2003 til ársins 2007, en það jafngildir um það bil þreföldun á einungis fimm ára tímabili. Í kjölfar mótorhjólaslysa komu 777 einstaklingar á slysadeild Landspítalans og þurftu 105 þeirra að leggjast inn. Alvarlegir áverkar eftir mótorhjólaslys hafa aukist mikið og eru þeir einkum á höfði, brjóstholi og kviði en þeir algengustu á útlimum. Níu einstaklingar létu lífið vegna mótorhjólaslysa á rannsóknartímabilinu.
Í ljósi mikillar aukningar á mótorhjólaslysum er mikilvægt að mótorhjólafólk og aðrir vegfarendur séu upplýstir um aðsteðjandi hættur í umferðinni. Einnig er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk þekki helstu orsakir og afleiðingar mótorhjólaslysa til þess að þjónustan geti orðið eins og best verður á kosið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2007_fixed.pdf | 2,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |