is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27720

Titill: 
 • Brjóstagjöf og brjóstabólga - Hlutverk heilbrigðisstétta
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Heilbrigðisstarfsfólk spilar stóran þátt í aðkomu brjóstagjafar hjá móður og þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, hvort sem móðir er fumbyrja eða fjölbyrja.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða brjóstagjöf með sérstöku tilliti til brjóstabólgu með eða án sýkingar og hvort hægt væri að fyrirbyggja tilfelli af brjóstabólgu svo móðir geti verið með barn á brjósti í sem lengstan tíma. Við gagnaöflun var notast við gagnagrunna á borð við Pubmed, Cinahl og EbscoHost.
  Brjóstagjöf er talin vera besta og næringaríkasta fæðan fyrir nýburann sem hefur marga kosti í för með sér bæði fyrir móðir og barn. Til að stuðla að farsælli brjóstagjöf þurfa mæður mikinn stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki, maka og fjölskyldu, fræðslu, aðstoð, hvatningu og jákvætt viðhorf foreldra skiptir einnig máli. Brjóstagjöf er vinna sem ekki er sjálfgefin heldur þurfa mæður að leggja hart að sér ef þær ætla að láta hana ganga. Brjóstabólga getur komið í kjölfar lélegra tæminga brjósta og margra annarra þátta sem eru skoðaðir betur í þessari fræðilegu samantekt. Markmiðið er að foreldar fái sem bestu fræðsluna um brjóstagjöf til að koma í veg fyrir þetta tiltekna vandamál. Niðurstöður sýndu að skortur er á samræmdri fræðslu af hendi heilbrigðisstarsfólks og oft er mismunandi hvaða þekkingu hver og einn fagaðili byggir á. Fræðsla til foreldra um brjóstagjöf er því oft ósamræmd og misgóð eftir því. Algengt er að mæður viti ekki hvaða kosti brjóstagjöfin hefur í för með sér og gefast fljótt upp ef einhver vandamál koma upp. Viðhorf heilbrigðisstarfsfólks skipti mæður miklu máli og endurspeglaðist brjóstagjöfin af því ef viðhorf er jákvætt voru meiri líkur á að brjóstagjöf gengur vel og svo á hinn veginn ef það er neikvætt.
  Lykilorð : Brjóstagjöf, brjóstabólga, afleiðingar, orsakir, algengi, heilbrigðisstarfsfólk

 • Útdráttur er á ensku

  Healthcare providers play a big role in the breastfeeding process especially nurses and midwifes, whether the woman is having her first child or not.
  The purpose of this dissertation was to look further in to the breastfeeding process with emphasis on mastitis with or without infection and whether it is possible to prevent any cases of mastitis to make the breastfeeding process more successful. The data was gathered by the use of Pubmed, Cinahl and EbscoHost.
  Breastmilk is considered to be the best choice of food and nutrition for newborn babies, it has a lot of benefits for both mother and child. To have the most successful breastfeeding experience the mothers need a lot of support from healthcare providers, spouse and family, education, help, motivation and positive perspective does matters. Breastfeeding is hard work and does not come easily but the mothers need to make an effort to make it go as well as possible. Mastitis can be a complication because of many reasons such as the breast not being emptyed after the baby is fed and many other causes that are discussed in this dissertation. The goal was to ensure that parents get more education about breastfeeding to avoid these complications. The results showed that healthcare providers lacked knowledge and experience in communicating knowledge about breastfeeding to parents and the education was not good enough. It was common that mothers did not get information about the benefits of breastfeeding and easily gave up breastfeeding if there were any complications. Healtcare providers perspective had much influence on the mothers and it reflected on the breastfeeding process. If the perspective was positive then the breastfeeding process went well and if it was negative they were more likely to give breastfeeding up.
  Keywords : Breastfeeding, mastitis, consequence, cause, prevalence, healthcare providers

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brjóstagjöf og brjóstabólga.pdf764.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16 pdf.pdf131.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF