en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27721

Title: 
 • Title is in Icelandic Prófun á íslenskri þýðingu spurningakvarðans FertiQoL: Spurningalisti um lífsgæði tengd frjósemi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ófrjósemi er algengt vandamál um allan heim. Um það bil eitt af hverjum sex pörum kljást við slíkan vanda. Stutta skilgreiningin á ófrjósemi er þegar par hefur stundað óvarið kynlíf í meira en ár án þess að verða barnshafandi. Rannsóknir sýna að ófrjósemi og frjósemismeðferðir sem fólk gengur í gegnum geta haft mikil áhrif á líf og líðan þeirra para sem það upplifa.
  Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn Hildar Sigurðardóttur ljósmóður og lektors við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að prófa íslenska þýðingu á mælitækinu FertiQoL. FertiQoL spurningalistinn var hannaður árið 2002 sem alþjóðlegt mælitæki til að kanna lífsgæði kvenna og karla sem glíma við ófrjósemi. Spurningalistinn sem hefur verið þýddur yfir á meira en fjörutíu tungumál samanstendur af þrjátíu og sex spurningum sem eru hannaðar til þess að meta lífsgæði fólks sem er í frjósemismeðferð í kjölfar ófrjósemis.
  Rannsóknaraðferðin er megindleg og var spurningalisti lagður fyrir pör sem ganga í gegnum frjósemismeðferðir, með aðstoð frá starfsfólki IVF-klíník á tímabilinu 18.apríl 2017 til 8.maí 2017. Úrtakið var þægindaúrtak þar sem valin voru þeir einstaklingar og pör sem komu vegna frjósemismeðferðar á IVF-klíník á tilteknu tímabili. Svarhlutfall var 95%. Úrvinnsla gagna fór fram í SPSS tölfræðiforritinu.
  Áreiðanleikastuðullinn Cronbach´s alpha var notaður til að kanna áreiðanleika og innra samræmi FertiQoL spurningalistans. Í þessari rannsókn mældist Cronbach´s alpha 0.937 sem telst vera áreiðanlegt og sýnir gott innra samræmi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að íslensk þýðing spurningalistans FertiQoL sé góð og niðurstöður benda einnig til þess að íslenska útgáfa FertiQoL sé áreiðanleg og hægt er að taka næsta skref í rannsókninni sem er að leggja listann fyrir stærra úrtak og fá viðmiðunartölur fyrir Ísland.
  Lykilorð: Frjósemi, ófrjósemi, frjósemismeðferð, lífsgæði, þýðingar, FertiQoL, forprófanir.

Accepted: 
 • May 31, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27721


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
12.05.2017 - BS-ritgerð skil á skemman.pdf1.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð BS-verkefnis.pdf234.12 kBLockedYfirlýsingPDF