en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27722

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif fatnaðar og líns á myndgæði í röntgenmyndum
Degree: 
 • Undergraduate diploma
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Myndgæði í röntgenrannsóknum skipta miklu máli fyrir sjúkdómsgreiningu, eftirfylgni eða meðferð fyrir skjólstæðinga. Myndgæði í stafrænum röntgenrannsóknum einkennast af birtustigi, kontrast, flatarupplausn, bjögun og suði. Ekki er hægt að tryggja bestu mögulegu myndgæði hverrar myndar og því geta orðið myndgallar. Margar tegundir eru til af myndgöllum en þegar myndgallar birtast á röntgenmynd er þörf fyrir að endurtaka myndina sem hækkar geislaskammt skjólstæðings.
  Markmið: Að kanna hvort fatnaður skjólstæðinga eða önnur efni í kring um þá í lungnamyndatökum hafi áhrif á myndgæði í röntgenmyndum.
  Efni og aðferðir: Framkvæmd var rannsókn á röntgentæki. Duke líkan, fatnaður og lín voru notuð til þess að meta hvort að myndgallar komi út frá fatnaði og líni á röntgenmynd. Duke líkan var stillt upp fyrir bæði lungnamynd á standi og lungnamynd á lausri myndplötu. Teknar voru viðmiðunarmyndir. Líkanið var svo klætt í fatnað og myndað. Geislunarvísarnir og flatargeislun var skráð fyrir hverja mynd fyrir sig. Út frá þessum myndum var metið hvort að myndgallar birtust. Myndunum var gefið myndgæða stig. Lesið var úr myndunum á röntgen- og úrlestrarskjá. Rannsakandi las úr myndunum og var annar aðili fenginn til að lesa úr myndunum til að auka á áreiðanleika rannsóknarinnar. Við úrvinnslu á niðurstöðum var notast við forritið Microsoft Excel. Meðaltal og staðalfrávik var fundið fyrir geislunarvísana og flatargeislunina bæði fyrir viðmiðunar- og rannsóknarmyndirnar. Meðaltal og staðalfrávik var fundið fyrir röntgen- og úrlestarskjá. Staðalfrávik var fundið fyrir myndgæða stig milli rannsakanda og annars aðilans. Meðaltal var reiknað fyrir samanburð á milli viðmiðunar- og rannsóknarmyndirnar eftir því hvor myndplatan var notuð. Chi-square próf var framkvæmt til að meta hvort að samhengi var á milli geislunar og myndgallar. Parað t-próf var framkvæmt til að meta hvort að tölfræðilega marktækur munur væri á milli myndgæða stiga milli röntgen- og úrlestraskjás. Annað parað t-próf var framkvæmt til að meta hvort að marktækur munur væri á myndgæða stigum milli annars aðilans og mat rannsakanda.
  Niðurstöður: Myndgallar birtust á myndum þar sem fatnaður var til staðar á lungnamynd á standi. Minna var um að myndgallar birtust á lungnamyndum á lausri myndplötu. Geislunarvísir og flatargeislun voru töluvert hærri fyrir lungnamynd á lausri myndplötu heldur en fyrir lungnamynd á standi. Ekki var marktækur munur á milli tölvuskjáa eða myndgæða stiga á milli rannsakanda og annars aðilans. Fleiri myndgallar greindust á lungnamynd á standi heldur en á lungnamynd á lausri myndplötu.
  Ályktun: Út frá niðurstöðum er hægt að álykta að allur fatnaður getur leitt til myndgalla í lungnarannsóknum.

Accepted: 
 • May 31, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27722


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif fatnaðar og líns á myndgæði í röntgenmyndum_HYG.pdf6.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
meðferð_hyg.pdf317.21 kBLockedYfirlýsingPDF