is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27723

Titill: 
 • Er herminám gagnleg kennsluaðferð? Reynsla nemenda
 • Titill er á ensku Is High Fidelity Simulation An Effective Teaching Method? Students Experience
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hátækni herminám er fremur nýleg kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum. Vinsældir þess hafa farið hratt vaxandi og almennt virðist mikil ánægja vera með þessa kennsluaðferð. Þekking og færni á bráðaviðbrögðum verður sífellt stærra hlutverk í starfi hjúkrunarfræðinga og mikilvægt að þeir kunni að bregðast rétt við. Herminám gefur nemendum tækifæri til þess að læra og efla færni sína í öruggu umhverfi. Þrátt fyrir mikla aukningu í notkun hermináms við kennslu eru mörgum spurningum enn ósvaraðar, m.a. um ávinning hermináms.
  Tilgangur: Kanna reynslu fjórða árs hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands af þátttöku í herminámi. Leitast var við að skoða hvort hjúkrunarfræðinemar telji herminám gagnlegan undirbúning fyrir raunverulegar aðstæður og hvort þátttaka í herminámi myndi auka þekkingu í bráðahjúkrun.
  Aðferð: Megindleg rannsókn þar sem stuðst var við hálfstaðlað tilraunasnið, eins hóps fyrir-eftir snið. Spurningalisti var lagður fyrir fjórða árs hjúkrunarfræðinema sem skráðir voru í námskeiðið Bráða- og gjörgæsluhjúkrun fyrir og eftir þátttöku í herminámi. Svarhlutfall var 95% (n=77).
  Niðurstöður: Alls 97% (n=74) þátttakenda töldu reynslu sína af herminámi góða og 99% (n=75) voru sammála því að herminám væri gagnlegur undirbúningur fyrir raunverulegar aðstæður. Eftir þátttöku í herminámi voru 60% (n=46) þátttakenda sammála því að þekking þeirra í bráðahjúkrun væri góð. Það er aukning um 9% frá því áður en herminám hófst. Allir þátttakendur voru sammála því að hafa lært mikið í hermináminu sem muni gagnast þeim í klínísku starfi. Einnig voru allir sammála því að herminám hafi aukið færni sína í bráðaviðbrögðum.
  Ályktanir: Útfrá niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þær ályktanir að herminám sé gagnleg kennsluaðferð sem nemendur kunna vel að meta. Herminám virðist jafnframt undirbúa þátttakendur vel fyrir raunverulegar aðstæður. Þörf er á áframhaldandi rannsóknum um ávinning hermináms í heilbrigðisvísindum.
  Lykilorð: Herminám, hátækni herminám, hjúkrunarfræði, bráðahjúkrun, heilbrigðisvísindi, kennsluaðferð, hjúkrunarfræðinám.

Samþykkt: 
 • 31.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er herminám gagnleg kennsluaðferð-skemma.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg50.21 kBLokaðurYfirlýsingJPG