is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27724

Titill: 
  • Efnisval tannplantastuddra tanngerva á Íslandi
  • Titill er á ensku Material use in implant fixed dental prosthesis in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Markmið rannsóknar er að kanna stöðu tannplantafastra og tannplantastuddra tanngerva á Íslandi frá sjónarhorni tannsmiða, hvaða efni mest er unnið með, hindranir og vandamál sem tannsmiðir hér á landi þurfa að takast á við. Undirmarkmið er að kanna mögulegar lausnir við þeim vandamálum.
    Aðferðir: Megindleg aðferðafræði var notuð og rafrænn spurningalisti sem innihélt tuttugu spurningar. Spurningakönnun var send meðlimum í Tannsmiðafélagi Íslands. Forritið SurveyMonkey var notað til að halda utan um spurningakönnun og Microsoft Excel var notað við gagnaúrvinnslu. Lýsandi tölfræði var notuð í útreikningum og í túlkun niðurstaðna.
    Niðurstöður: Svarhlutfall var 32,5% (n = 27), þar af 25,9% karlar (n = 7) og 74,1% konur (n = 20). Flestir þátttakendur voru á aldrinum 40-49 ára (40,7%, n = 11). Algengasti starfsaldur þátttakenda var 30 ár eða lengur (22,2%, n = 6). Meirihluti þátttakenda var sjálfstætt starfandi (60,9%, n = 14). Óalgengt var að tannsmiðir fengju beiðni um gerð á stýriskinnu frá tannlækni. Algengast var að tannsmiðir og tannlæknar tækju ákvarðanir í sameiningu varðandi hönnun á krónu- eða brúarsmíði og við hönnun ásetugóma á tannplanta. Það var algengara að krónur og tannplantabrýr væru skrúfaðar en límdar. Algengast var að nota CAD/CAM titanium stoðliði. Zirconium var mest notaða efnið við gerð á krónum og brúm bæði á framtanna- og jaxlasvæði. Locator kerfið var algengasta festingakerfið fyrir ásetugóma á tannplöntum (85,7%, n = 18). Allir þátttakendur nema þrír höfðu glímt við vandamál við hönnun króna og brúa á tannplanta. Helsta vandamálið var að staðsetning eða afstaða tannplanta í tannboga var óæskileg, allir þátttakendur höfðu glímt við það vandamál. Óalgengt var að postulínskrónur og brýr kæmu í viðgerð vegna þess að kvarnast hefði úr postulíni. Aðspurðir hvað væri hægt að gera til að sporna við vandamálum sem tannsmiðir hér á landi glíma við voru flestir sem sögðu þörf fyrir að skipuleggja verkefnin mun betur og auka notkun á stýriskinnum.
    Ályktun: Mikilvægt er að bæta skipulagningu svo auðveldara sé að ná bestu mögulegu útkomu fyrir sjúklinga.
    Efnisorð: Tannsmíði, tannplanti, tanngervi, tannsmiður.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: The purpose of this thesis is to examine the current status of implant fixed prosthetics in Iceland from a dental technician’s standpoint. To examine which trends are leading in the dental technology field, which materials are being used, what obstacles and problems are being faced by dental technicians in Iceland and possible solutions.
    Methods: Quantitive methodology was the approach taken when collecting data for this research. E-mail was sent to participants of the study with a link to the software Survey Monkey containing questionnaire with 20 questions. Microsoft Excel was used to analyze the results and to use descriptive statistics.
    Results: The response rate was 32,5% (n = 27), 25,9% were males (n = 7) and 74,1% were females (n = 20). The most common age range among the participants was 40-49 years (40,7%, n = 11). The most frequent employment age was more than 30 years (22,2%, n = 6). A vast majority of the participants was self-employed (60,9%, n = 14). It was very uncommon for dental technicians to get a request from a dentist to make a surgical template for the placement of a dental implant. In most cases the dentist and dental technician made a common plan and design on a crown- and bridgework The same applied for implant overdentures (IODs). In most cases implant prostheses were screw retained, rather than cement retained. The most common abutment type in use was CAD/CAM titanium abutments and zirconium was the most common material in use when making crowns and bridges, both in the anterior and posterior regions. The Locator attachment system was the one most frequently used when making implant overdentures (85,7%, n = 18). All participant except three had dealt with problems when designing and making implant fixed crown and bridges. The most common problem was that the location and/or the orientation of the implant. This particular problem was that common that every participant had faced this problems in making implant fixed dental prosthetics Chipping of the ceramic was not very common for implant fixed ceramic crown or bridges. When asked what could be done to prevent problems faced by dental technicians here in Iceland, the most common answer was the need of much better planning and to increase use of dental implant surgical templates.
    Conclusion: It is imperative to plan cases in more depth than has been done until now to ensure the best service possible to the patient.
    Key words: Implant, dental technology, dental technician, dental prosthetics.

Samþykkt: 
  • 31.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisval tannplantastuddra tanngerva á Íslandi.RÁS1pdf.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled] (3).pdf28.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF