is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27725

Titill: 
  • Bakgrunnsþættir og mataræði unglinga
  • Titill er á ensku Background factors and eating habits of adolescents
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Mataræði er áhrifaþáttur í heilsu og þroska barna og unglinga og hefur mataræði þeirra verið mikið rannsakað erlendis en á Íslandi virðist vera lítið um rannsóknir á því sviði.
    Tilgangur: Tilgangur þessa verkefnis var að skoða nánar hvort það er samband á milli mataræðis unglinga og bakgrunns þeirra, það er kynferðis, efnahags fjölskyldunnar, fjölskyldugerðar og búsetu.
    Aðferð: Rannsóknarverkefnið var byggt á landskönnun sem var gerð á árunum 2013-2014 í grunnskólum á Íslandi. Alls svöruðu 3.514 nemendur í 10. bekk spurningalista í bekkjarstofunni og var svarhlutfallið 80,8%. Úrvinnsla gagna var gerð með tölvuforritinu SPSS.
    Niðurstöður: Marktækur munur var á mataræði unglinga eftir kynferði, landshlutum og fjölskyldugerð. Fiskneysla unglinga var meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Flestir unglingar bjuggu við miðlungs efnahagsstöðu. Unglingar sem bjuggu hjá báðum foreldrum sínum neyttu oftar morgunverðar að minnsta kosti fimm virka daga vikunnar en þeir unglingar sem bjuggu hjá einstæðu foreldri. Unglingar á höfuðborgarsvæðinu neyttu oftar morgunverðar að minnsta kosti fimm virka daga vikunnar en þeir sem bjuggu á landsbyggðinni.
    Ályktun: Hjúkrunarfræðingar í skólahjúkrun og á heilsugæslustöðvum hafa tækifæri til að koma að fræðslu og forvörnum til að stuðla að bættu mataræði og heilbrigði unglinga. Sérstakan gaum þarf að gefa þeim einstaklingum og hópum unglinga þar sem minna er um gott mataræði.
    Lykilorð: Mataræði unglinga, félags- og efnahagsleg staða, fjölskyldugerð, búseta, heilbrigðar venjur.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Diet is a contributing factor in child and adolescent health and development. Children’s and adolescents' eating habits have been widely studied outside of Iceland but the domestic literature is limited.
    Purpose: The goal of this study was to examine more closely wether there is a relationship between adolescents' eating habits and individual and family background, i.e. gender, family structure, family affluence, and residence.
    Methods: The study was based on a national survey which was conducted in the years 2013-2014 in all primary schools in Iceland. A total of 3.514 students in the 10th grade filled out the questionnaire in the classroom, and the response rate was 80,8%. Analysis of the data was performed using the SPSS computer program.
    Results: Significant differences in eating habits were observed by gender, family structure and residence. Fish consumption was more frequent in the countryside than in the capital area. Most adolescents where living in families of medium affluence. Adolescents who lived with both parents ate more often breakfast compared to those adolescents who lived with a single parent. Adolescents in the capital area ate more often breakfast than those who lived in the countryside.
    Conclusions: Nurses in schools and health care centers have the opportunity to be involved in education and preventive measures to encourage healthy lifestyles and eating habits of adolescents and reduce observed sociodemographic differences.
    Keywords: Eating habits adolescents, socioeconomic status, family structure, residence, healthy lifestyles.

Samþykkt: 
  • 31.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðBS.pdf507,93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingMeðferðBS.pdf79,7 kBLokaðurYfirlýsingPDF