en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27726

Title: 
  • Title is in Icelandic Kvíði og þunglyndi unglingsmæðra. Fræðileg samantekt.
  • Anxiety and depression in adolescent mothers. A literary review.
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Andleg heilsa mæðra hefur verið nokkuð mikið rannsökuð í gegnum tíðina, en andleg heilsa unglingsmæðra hefur ekki notið jafn mikillar athygli rannsakenda. Kvíði og þunglyndi unglingsmæðra er töluvert vandamál sem getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir móður og barn. Áhættuþættir eru margir hjá þessum hóp. Unglingsstúlkur eru að ganga í gegnum krefjandi tímabil þroskabreytinga með tilheyrandi álagi og þungun á þessum tímapunkti getur verið mjög streituvaldandi og aukið líkur á þróun geðrænna vandamála.
    Tilgangur þessarar samantektar var að kanna hvaða áhrif kvíði og þunglyndi getur haft á unglingsmæður og börn þeirra. Upplýsingum var aflað um helstu áhættuþætti, afleiðingar og fyrirbyggjandi úrræði ásamt því að draga fram hlutverk hjúkrunarfræðinga tengt þessu málefni.
    Heimildaöflun fór fram í ýmsum gagnagrunnum og má þar helst nefna Pubmed, Cinahl og Scopus. Rýnt var í niðurstöður gagnreyndra heimilda sem birst hafa í viðurkenndum tímaritum, ásamt klínískum leiðbeiningum og fræðibókum.
    Niðurstöðurnar sýndu fram á að barnshafandi unglingsstúlkur og unglingsmæður glíma frekar við kvíðaröskun og þunglyndi en aðrar unglingsstúlkur. Unglingsmæður eru líklegri til þess að einangrast félagslega og eru því í mikilli hættu á að þróa með sér verri lífsgæði, sérstaklega ef lítill stuðningur er til staðar en félagslegur stuðningur eykur vellíðan unglingsmæðra. Niðurstöður bentu einnig til þess að þunglyndi móður geti haft áhrif á tengslamyndun móður og barns, auk þess er kvíðaröskun á meðgöngu tengd við verri andlega og líkamlega heilsu seinna um ævina, bæði fyrir móður og barn.
    Þekking á þessu viðfangsefni er því mikilvæg og að hjúkrunarfræðingar þekki helstu úrræði fyrir þennan hóp. Mikilvægt er að fyrirbyggja kvíða og þunglyndi hjá unglingsmæðrum og eru hjúkrunarfræðingar þar í lykilhlutverki. Skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægu hlutverki varðandi kynfræðslu, getnaðarvarnir og skimun fyrir kvíða og þunglyndi. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslu sinna svo eftirliti og fræðslu í tengslum við þungun, meðgöngu og fæðingu barns.
    Lykilorð: Kvíði, þunglyndi, þungun á unglingsárum, unglingsmæður.

  • A lot of research has been done over the years on the mental health of mothers, but the mental health of adolescent mothers has not enjoyed the same attention of researchers. The anxiety and depression of adolescent mothers is a significant problem that can have serious consequences, not only for the mother but the child as well. The number of risk factors are high, as adolescent girls are going through a difficult period of developmental changes, which entails a fair amount of stress, and pregnancy during this time can create a lot of added stress and increase the chance of psychological problems.
    The goal of this summary was to find what influence anxiety and depression can have on adolescent mothers and their children. Information was gathered on the main stress factors, their consequences and preventative measures in addition to highlighting the part nurses play in this area.
    Research was collected through various databases, namely Pubmed, Cinahl and Scopus. Evidence-based research that has appeared in publicized magazines was closely reviewed, along with clinical methods and research-based literature.
    The results showed that pregnant adolescent girls and adolescent mothers are more likely to have problems with anxiety and depression than other adolescent girls. Adolescent mothers are more likely to experience social isolation and as a result are more likely to develop a lesser quality of life, especially if they experience poor support. It is evident that social support increases the well-being of adolescent mothers. The results also showed that depression in the mother can influence the bonding between the mother and child, in addition to anxiety during pregnancy being connected to poorer psychological and physical health further down the road, for both mother and child.
    Knowledge of this subject is therefore important and for nurses to be aware of the main resources for this group. It is important to take precaution for the anxiety and depression of adolescent mothers, and nurses play a key role in this area. School nurses play an important part regarding sex education, contraceptives and screening for anxiety and depression. Nurses and midwives in the primary healthcare clinics are then responsible for aftercare and sharing information regarding pregnancy and the birth of a child.
    Key words: anxiety, depression, adolescent pregnancy, adolescent mothers.

Accepted: 
  • May 31, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27726


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kvíði og þunglyndi unglingsmæðra. Fræðileg samantekt.pdf411.1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf461.44 kBLockedYfirlýsingPDF