Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27728
Í þessu verki er fjallað um þær ólíku kenningar sem komið hafa fram varðandi endalok norrænnar byggðar á Grænlandi. Rakin verða rök helstu kenninga um efnið og verða þær svo metnar með tilliti til hve líklegar þær þykja sem útskýring ráðgátunar. Einnig er fjallað nokkuð ítarlega um ólíkar þýðingar á Grænlandslýsingu Ívars Bárðarsonar með tilliti til ríkjandi skoðana á Grænlandslýsingu og hvernig frásögnin hefur breyst frá því að hún var fyrst skrásett á 14. öld. Ólafur Halldórsson og Finnur Jónsson hafa þýtt Grænlandslýsingu yfir á íslensku og virðist að mati höfundar báðar þessar þýðingar vera nokkuð vafasamar þegar kemur að lykil atriðum. Frekari athugana er þörf. Eftir að samskipti rofnuðu að mestu við Norðurlöndin er það afar líklegt að Englendingar hafi tekið að sigla til Grænlands á 15. öld en afar ólíklegt að aðrar þjóðir hafi gert það sama. Afar ólíklegt er að það hafi verið inúítum að kenna að byggð fór í eyði, sömuleiðis þykir afar ólíklegt að faraldrar á borð við svartadauða hafi spilað þátt. Sjóræningjakenningin hefur engin gögn sem gera hana að séu mögulegt svar við ráðgátunni. Rannsóknir á beinum og erfðamengi hafa sannað að aðlögunarkenning Fridjof Nansens kemur ekki til greina, sömuleiðis úrkynjunarkenningar frá fyrri hluta 20. aldar. Sú kenning sem snýr að kólnandi loftslagi í kjölfar Litlu ísaldarinnar virðist ekki hafa ollið því að Grænlendingar sultu eins og ýmsir fræðimenn héldu meðan þessi ákveðna kenning var í tísku, kólnandi veðurfar virðist samt geta haft afar slæm áhrif á norræna byggð þrátt fyrir það. Brottflutningar virðast vera geta verið hluti af ástæðu fyrir hvarfi norrænnar byggðar. En varla hefur fólkið flutt frá Grænlandi ef ekkert var að, gæti því verið að eitthvað af því mati sem lagt er í ofangreindar kenningar er rangt, eða að aðrið óþekktir atburðir gætu hafa verið hvati fólks til að flytja burt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjarni Ólafsson.pdf | 715.31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Bjarni Ólafsson.png | 228.57 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |