Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27729
Melabakkar eru u.þ.b. 2 km langir sjávarbakkar í Melasveit á Vesturlandi. Myndun, setgerð og afstaða setlaga efstu einingar setlagastaflans í nyrðri hluta Melabakka var rannsökuð. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á uppruna setlaganna og tengsl þeirra við sjávarstöðubreytingar og hegðun Borgarfjarðarjökulsins. Átta snið voru rannsökuð, þar af aðeins eitt sem hægt var að komast að. Byggist rannsóknin nær einungis á ljósmyndum og túlkunum út frá þeim, þar sem ekki var unnt að nálgast viðfangsefnið. Niðurstöður benda til að efri hluti setsyrpunnar í Melabökkum hafi myndast við endurtekið afflæði og áflæði, þar sem vindborinn sandur hefur hlaðist upp á tímum á afflæðis sem er síðan þakinn minni malarlögum á tímum áflæðis. Mismunandi tímabil áflæðis og afflæðis helst í hendur við framrás jökla á svæðinu.
The Melabakkar cliffs are a 2 km long costal section in the lower Borgarfjörður region, WIceland. The stratigraphy and sedimentology in the northern part of the cliffs were investigated with the aim of interpreting the sedimentary origin and gain insight into the behaviour of glaciers and their impact on relative sea level during the late Weichselian to early Holocene. Inspection of the cliffs was almost solely based on photography, because the sediment was inaccessible in the cliffs, therefore results may be quite inaccurate due to no precise measurement are used. The results indicate that the upper part of the stratigraphical record in the Melabakkar cliffs are formed during regression and transgression, where aeolian formations could form in times of regression, which is then covered by beach sediments in times of transgression. The periods of transgression and regression coincide with glacial advances and retreats in the area.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerð_EgillÖrnS.pdf | 2.81 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16_EgillOS.pdf | 31.25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |