is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2773

Titill: 
 • Ómur þýðrar þagnar, 1Kon 19.12 í samhengi biblíufræða og kristinnar trúar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari umfjöllun mun ég leggja fram 12. vers 19. kafla Fyrri Konungabókar
  og skoða hann undir smásjá. Hreiðra um mig í textanum og draga fram
  smáatriði og vísbendingar sem geta fært nútíma lesendur nær merkingu hans.
  Ásetningur minn er ekki að kryfja hann líkt og upprifið blóm þannig að ekkert
  verði eftir nema sundurliðaður stilkur, blöð og knappur, heldur einungis varpa
  fram séreinkennum textans. Skoða blómið eins og það er og út frá gróðrinum í
  kring. Skoða hvað stemmir og hvað stemmir ekki og reyna að fá sem
  heildstæðasta mynd af texta sem er að sjálfsögðu marglaga og flókinn en þó afar
  gefandi.
  Mín ætlun er að taka sem flest einkenni textans fyrir, vandræði sem koma
  fram í greiningu hans og allar helstu vísanirnar sem hann inniheldur. Þannig
  leitast ég við að fá sem heildstæðasta mynd af honum en jafnframt forðast allar
  tilhneigingar til einföldunar. Ég mun hefja för mína með því að skoða bakgrunn
  Fyrri Konungabókar og í kjölfar þess skoða spámennina. Þá mun ég beina sjónum
  mínum að Elía spámanni, bera hann síðan saman við Móse og líta á hliðstæðurnar
  í lífi þessara tveggja manna. Þá mun ég skoða tilvísanir í Elía í Nýja testamentinu
  og skoða tilgang og stöðu Elía sagnasafnsins innan devterónómska söguverksins
  en þar mun ég nýta mér rannsóknir Susanne Otto eins og þær birtast í grein hennar
  The Composition of the Elijah-Elisha Stories and the Deuteronomistic History frá
  2003. Þá mun ég rannsaka textann sjálfan. Hvað segja mismunandi biblíuþýðingar
  um þennan tiltekna texta? Hver er afrakstur skoðunar á textatengslum? Hvernig
  geta 107. Davíðssálmur og Job 4.16 hjálpað okkur að skilja betur 1Kon 19.12?
  Vert er að ígrunda gaumgæfilega hver er sérstaða þessarar guðsopinberunar í
  samhengi guðsmynda Gamla testamentisins og mun ég þá nýta mér rannsóknir
  Dr. Mary Elizabeth Mills sem fram koma í bók hennar Images of God in the Old
  testament frá 1998. Að lokum mun ég skoða notkunarsögu textans í helgihaldi og
  beina sérstaklega athyglinni að Karþúsamunkareglunni þar sem lögð er
  megináhersla á kyrrð og þögn. Ritgerðina enda ég á samantekt og lokaorðum.

Samþykkt: 
 • 25.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2773


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
agnar_fixed.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna