is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27734

Titill: 
 • Mat á málþroska einhverfra barna: Tengsl staðlaðra prófa og málsýna
 • Titill er á ensku Language assessment in children with autism: Relationship between standardized psychometric tests and speech sample analysis
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Mat á málþroska gegnir mikilvægu hlutverki í greiningu og meðferð barna með röskun á einhverfurófi. Málhömlun eða frávik í málþroska eru gjarnan hluti af einhverfu ásamt því að vera með fyrstu einkennum sem vekja áhyggjur foreldra. Sterk fylgni málþroska snemma á lífsleiðinni við langtímahorfur undirstrikar mikilvægi þess að fá eins nákvæmt mat á stöðu málþroska einhverfra barna og hægt er en það getur í mörgun tilfellum reynst erfitt. Hluti einhverfra barna svarar stöðluðum prófum illa. Það er mögulega vegna lítillar hvatningar við svörun prófatriða og vegna strangra fyrirlagnarreglna staðlaðra prófa. Samhliða stöðluðum prófum eru oft tekin málsýni af sjálfsprottnu tali barns í náttúrulegum aðstæðum. Málsýni veita annan vinkil á málþroskamat einhverfra barna þar sem þau eru fengin úr sjálfsprottnu tali í náttúrulegum aðstæðum. Tengsl staðlaðra prófa og málsýna í þýði einhverfra barna liggja ekki fyrir í beygingarlega flóknu tungumáli eins og íslensku. Téð tengsl hafa eingöngu verið rannsökuð erlendis og þátttakendur hafa að mestu leyti verið börn með dæmigerða framvindu þroska.
  Fyrsta markmið rannsóknarinnar var að bera saman mat á málþroska einhverfra barna með mismunandi aðferðum: Annars vegar sjálfsprottnu tali með því að taka málsýni og hins vegar með stöðluðum málþroskaprófum. Enn fremur að athuga hvaða hvaða upplýsingum málsýni geta bætt við notkun staðlaðra prófa. Annað markmiðið var að varpa ljósi á máltöku einhverfra barna ásamt sérkennum í máli, tali og formgerð máls hjá einhverfum börnum.
  Tvö stöðluð próf (TOLD-2P og PPVT-4) voru lögð fyrir 10 þátttakendur á aldrinum 4;10 til 6;1 ára sem valdir voru af hentugleika. Auk þess voru tekin málsýni af sjálfsprottnu tali þátttakendanna. Fylgni (e. bivariate Pearson´s correlation) var reiknuð fyrir mælitölur allra prófþátta TOLD-2P ásamt málþroskatölu, mælitölu PPVT-4 auk mælinga úr málsýnum af sjálfsprottnu tali (MLS, HFO og FMO).
  Niðurstöður sýndu meðalsterka til mjög sterka (.67 - .92) og tölfræðilega marktæka fylgni (miðað við p < 0,01 og í fleiri tilfellum p < 0,001) milli málþroskatölu og prófþátta TOLD-2P við mælieiningar úr sjálfsprottnu tali. Fylgni milli PPVT-4 og mælieininga úr málsýnum var meðalsterk en ekki tölfræðilega marktæk. Villugreining úr málsýnum gefur til kynna að einhverf börn geri villur af svipaðri gerð og dæmigerðir jafnaldrar en þó talsvert meira af þeim.
  Í stuttu máli er með nokkrum fyrirvörum hægt að draga þá ályktun að stöðluð próf og málsýni af sjálfsprottnu tali meti sömu undirliggjandi málþættina í beygingarlega flóknu tungumáli eins og íslensku. Hlutfall málfræðivillna og greining þeirra eru upplýsingar sem málsýni geta bætt við notkun staðlaðra prófa við mat á málþroska einhverfra barna. Ekki hefur áður verið sýnt fram á mikilvægi villugreiningar við mat á málþroska hjá einhverfum börnum. Frekari rannsókna á máltöku íslenskumælandi einhverfra barna er þörf.

Samþykkt: 
 • 1.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á málþroska einhverfra barna - Tengsl staðlaðra prófa og málsýna.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Meðferð_verkefnis.jpg996.45 kBLokaðurYfirlýsingJPG