is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27738

Titill: 
  • Bitskinnur í meðferð við kæfisvefni
  • Titill er á ensku Oral appliances in treatment for obstructive sleep apnea
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að skoða hversu hátt hlutfall sjúklinga sem fá bitskinnur sem meðferðarúrræði við kæfisvefni nota þær að staðaldri og hver upplifun þeirra er á notkun slíkra tækja samanborið við þá sjúklinga sem fá meðferð með svefnöndunarvélum. Markmið rannsóknar var að svara tveimur rannsóknarspurningum: Hversu hátt hlutfall sjúklinga sem fá meðferð með bitskinnum nota þær að staðaldri? og hver er upplifun þeirra af notkun slíkra tækja?
    Aðferðir: Megindleg aðferðarfræði var notuð í rannsókn. Mælitækið var rafrænn spurningalisti sem innihélt ellefu spurningar. Lýsandi tölfræði var notuð við útreikninga og túlkun niðurstaðna. Tölfræðigögn voru skráð í Google Sheets og Microstoft Excel og forritin Statistics og Microsoft Excel notuð til útreikninga og úrvinnslu gagna.
    Niðurstöður: Þátttakendur voru 120 alls. 60,8% (n = 73) svarenda voru konur og 39,2% (n = 47) karlar. Meirihluti þátttakenda var mjög ánægður eða nokkuð ánægður með núverandi meðferðarúrræði og notuðu það að staðaldri. 73% (n = 73) þeirra sem voru með svefnöndunarvél og 66,7% (n = 8) þeirra með bitskinnur notuðu meðferðarúrræðið 6 eða fleiri nætur í viku. Hluti þátttakenda var mjög óánægður eða nokkuð óánægður með núverandi meðferðarúrræði og notuðu það sjaldan eða aldrei. 6% (n = 6) þeirra með svefnöndunarvélar og 16,7% (n = 2) þeirra með bitskinnur notuðu þær 2 – 3 nætur í viku. 7% (n = 7) þeirra með svefnöndunarvélar og 8,3% (n = 1) þeirra með bitskinnur notuðu meðferðarúrræði 0 – 1 nótt í viku. 5,8% (n = 7) þátttakenda notuðu enga meðferð, hluti þeirra hafði aldrei fengið meðferð en aðrir hætt að nota meðferðarúrræði. Aðeins 43% (n = 43) þeirra með svefnöndunarvélar og 54,5% (n = 6) þeirra með bitskinnur fundu ekki fyrir neinum óþægindum. Báðar meðferðir höfðu meiri áhrif á svefngæði en dagsyfju.
    Ályktun: Sjúklingar eru almennt ánægðir með núverandi meðferðarúrræði og nota þau að staðaldri. 7% sjúklinga með svefnöndunarvélar og 8,3% með bitskinnur eru óánægðir og nota tækin því ekki. Hluti sjúklinga notar ekkert meðferðarúrræði. Niðurstöður samræmast ekki niðurstöðum erlendra rannsókna. Munur á hönnun og gerð bitskinna er líkleg skýring. Algeng hönnun skinna hér á landi er ekki sambærileg þeim sem notaðar eru erlendis.
    Efnisorð: Kæfisvefn, bitskinnur, svefnöndunarvélar, öndunarhlé.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: The objective of the study was to see what percentage of those who receive treatment with oral appliances (OA) for obstructive sleep apnea use them regularly and what their experience is in using them comparing to patients that are treated with continuous positive airway pressure (CPAP). The objective of the study is to answer the following research questions: what percentage of patients treated with oral appliances use them regularly and what is the experience of patients using such devices?
    Methods: Quantitative methodology was used to develop the study. Online questionnaire comprising of eleven questions was used to obtain patients’ feedback. Descriptive statistics were used for calculation and interpretation of results. Statistical data was recorded in Google Sheets and Microsoft Excel, which was used for calculations and data processing.
    Results: 120 responses were received. 60,8% (n = 73) were women and 39,2% (n = 47) men. The majority were very or quite satisfied with their treatment and used it on regular basis. 73% (n = 73) CPAP patients and 66,7% (n = 8) OA patients used the appliances 6 or more nights per week. Some patients were very or quite unsatisfied and did not use the appliances regularly. 6% (n = 6) CPAP patients and 16,7% (n = 2) OA patients used the treatment 2 – 3 nights per week. 7% (n = 7) CPAP patients and 8,3% (n = 1) use the appliance 0 – 1 night per week. 5,8% participant used no appliances, some had never had treatment others had CPAP that they could not use. Only 43% (n = 43) CPAP patients and 54,5% (n = 6) OA patients felt no discomforts using treatment appliances. Both treatments had greater effect on sleep quality than daytime sleepiness.
    Conclusion: Majority of patients are satisfied and use their appliances regularly. 7% CPAP patients and 8,3% OA patients are unsatisfied and do not use the appliances regularly. The results do not reflect studies that have been done abroad. The OA design is a likely reason, the OA that is widely used in Iceland is not comparable to those used abroad.
    Key words: Obstructive sleep apnea, oral appliances, continous positive airway pressure (CPAP), apnea. 

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_16_5_2017.pdf1,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing handskrifað.pdf28,08 kBLokaðurYfirlýsingPDF