is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27744

Titill: 
 • Titill er á ensku Diabetes group education on self-management for people with type 2 diabetes mellitus, changes in nutritional knowledge, diet and clinical outcomes at 12 weeks
 • Hópfræðsla í sjálfsumönnun fyrir einstaklinga með sykursýki tegund 2, með áherslu á næringarlæsi, mataræði, líkamsmælingar og blóðgildi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: Type 2 diabetes mellitus (T2DM) is a severe and progressive condition. Its prevalence is increasing globally, with the estimated prevalence of 8.8% in the age group of 20-79 years old in 2015. Self-management programmes for people with T2DM to educate people in a structured way have in the recent years become an important factor in T2DM treatment. For people with T2DM reducing HbA1c levels decreases the risk of cardiovascular disease, microvascular complications of diabetes and death. One of the key factors in self-management programmes is to improve nutrition knowledge as it is one of the factors that support good dietary choices. The aim of this study is to evaluate the effects of a self-management group programme for people with type 2 diabetes mellitus on nutrition knowledge, diet and clinical outcomes at 12 week follow-up.
  Methods: Intervention study where the participants had a follow-up after 12 weeks. Participants were 24, 13 men and 11 women, outpatients at the Department G3 at the Landspitali University Hospital (LSH) in Iceland and were all diagnosed with type 2 diabetes mellitus. The mean age of participants was 56 ±11 years. At baseline participants answered questionnaires, 24-hour dietary recall, had anthropometry measurements, went for a blood- and urinary tests and went through the four-hour self-management programme. At week-12, participants answered the same questionnaires as at baseline, had anthropometry measurements and went for a blood test and delivered a urine sample. Nutrition knowledge, dietary intake and clinical outcomes at baseline were compared with the outcomes after 12 weeks.
  Results: No significant difference was found in participant’s meal frequency or diet between baseline and week-12. There was no significant difference in nutrition knowledge between baseline and week-12. The Diabetes Knowledge Scale (DKS) scores were indicative higher after 12 weeks compared to baseline (p<0.1). No difference was found in weight, BMI, waist circumference and blood pressure between baseline and week-12. A difference in HbA1c, with lower values at week 12 were indicated (skrifa muninn og líka í íslenska) (p<0.1). No difference was found in total cholesterol at week-12 compared to baseline. However, levels of High Density Lipoprotein (HDL) cholesterol tended to increase and levels of Low Density Lipoprotein (LDL) cholesterol tended to decrease between baseline and week-12 (p<0.01). Most participants were rather pleased with the programme and reported they learned something new. Not many participants reported that they had been to individual nutrition therapy or individual physical activity counselling after 12 weeks.
  Conclusion: No significant difference was found for participant’s meal frequency, diet, nutrition knowledge, diabetes knowledge, anthropometric- or biochemical measurements between baseline and week-12. However, indications of a positive change were seen for most parameters after 12 weeks compared to baseline, especially HbA1c, HDL- and LDL-cholesterol. It may be relevant to examine other nutrition therapies for people with T2DM regarding different needs of individuals. It is important to develop the self-management programme further including more participants, delivered in more hours and sessions with increased follow-up in a primary care setting. More studies are needed on self-management programmes for T2DM in Iceland. It is also important that all patients with T2DM in Iceland have accessibility to multidiscipline healthcare professionals.

 • Bakgrunnur: Sykursýki af tegund 2 er alvarlegur og ágengur sjúkdómur. Algengi sjúkdómsins hefur aukist á heimsvísu og er áætlað að hún hafi verið 8,8% árið 2015 í aldurshópnum 20-79 ára. Skipulögð hópfræðsla um sjálfumönnun fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 2 hefur á síðustu árum orðið mikilvægur þáttur í meðferð. Lækkun á langtímablóðsykri (HbA1c) hjá fólki með sykursýki af tegund 2 getur minnkað líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, öðrum alvarlegum fylgikvillum sykursýki og dauða. Einn af lykilþáttum í fræðslu um sjálfumönnun er að bæta næringarlæsi einstaklinga til þess að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir varðandi mataræði sitt. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif hópfræðslu í sjálfumönnun fyrir fólk með sykursýki af tegund 2 á næringarlæsi, mataræði, líkamsmælingar og blóðgildi við 12 vikna eftirfylgni.
  Aðferðir: Íhlutandi rannsókn til að kanna áhrif núverandi fræðslu á Göngudeild sykursýki á Landspítala, með 12 vikna eftirfylgni. Þáttakendur voru 24, 13 karlar og 11 konur, sem voru skjólstæðingar Göngudeildar sykursýki (G3) á Landspítala (LSH), öll greind með sykursýki af tegund 2. Meðalaldur þátttakenda var 56 ±11 ár. Við upphaf rannsóknar svöruðu þátttakendur spurningalistum, sólahrings upprifjun á fæðuinntöku, fóru í líkamsmælingar, blóðprufu, skiluðu þvagprufu og sátu eitt fjögurra klukkustunda námskeið í sjálfumönnun. Við 12 vikna eftirfylgni svöruðu þátttakendur sömu spurningalistum og við upphaf rannsóknarinnar, fóru í sömu líkamsmælingar, blóðprufu og skiluðu þvagprufu. Næringarlæsi, mataræði, líkamsmælingar og blóðgildi í upphafi rannsóknar voru borin saman við útkomur úr 12 vikna eftirfylgni.
  Niðurstöður: Enginn marktækur munur var á tíðni máltíða eða mataræði þátttakenda frá upphafi rannsóknar og eftir 12 vikur. Enginn marktækur munur var á næringarlæsi borið saman við upphaf rannsóknar. Þátttakendur höfðu tilhneigingu til að skora hærra á spurningalista um þekkingu á sykursýki eftir 12 vikur en þeir gerðu við upphaf rannsóknar (p<0.1). Enginn marktækur munur var á þyngd, BMI, mittisummáli og blóðþrýstingi milli upphaf rannsóknar og viku 12. Gildi fyrir HbA1c hafði tilhneigingu til að vera lægra við viku 12 en í upphafi rannsóknar (p<0.1). Enginn munur var á heildar kólesteróli milli upphafspunktar og viku 12. Hins vegar hafði gildi HDL kólesteróls tilhneigingu til að vera hærra og gildi LDL kólesteróls hafði tilhneigingu til að vera lægra milli upphafs rannsóknar og viku 12 (P<0.1). Flestir þátttakendur voru frekar ánægðir með námskeiðið og sögðu að þeir hefðu lært eitthvað nýtt. Þá sögðust 47% þátttakenda hafa farið í einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf og 35% til hreyfistjóra við 12 vikna eftirfylgni.
  Ályktanir: Enginn marktækur munur var á máltíðarmynstri, mataræði, næringarlæsi, þekkingu á sykursýki, líkams- og blóðmælingum þátttakenda milli upphafspunktar og viku 12. Hins vegar stefndu margir þættir í rétta átt eftir 12 vikur samanborið við upphafspunkt meðal annars HDL- og LDL kólesteról og HbA1c. Mikilvægt er að skoða fleiri næringarmeðferðir fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 2 með tilliti til mismunandi þarfa einstaklinga og þróa þarf námskeiðin enn frekar. Þá með fleiri þátttakendum og einsleitari hópi, að kennt sé í fleiri skipti og með aukinni eftirfylgni. Þörf er á fleiri rannsóknum á árangri námskeiða í sjálfumönnun fyrir fólk með sykursýki tegund 2 á Íslandi. Mikilvægt er að allir sjúklingar með sykursýki tegund 2 á Íslandi hafi aðgang að þverfaglegu teymi heilbrigðisstarfsfólks.

Samþykkt: 
 • 1.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thesis_Thelma_Rut_Grímsdóttir.pdf2.63 MBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_.pdf71.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF