en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27745

Title: 
  • Title is in Icelandic Athyglisskekkja og ótti við mengun og smit í úrtaki háskólanema
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nánar tilvist athyglisskekkju og orsakahlutverk hennar í ótta við mengun og smit í áráttu- og þráhyggjuröskun. Niðurstöður fyrri rannsókna á athyglisskekkju í áráttu- og þráhyggjuröskun hafa verið misvísandi en þær gefa til kynna að athyglisskekkja einkenni helst þá sem óttast mengun og smit, en ekki er vitað hvort skekkjan sé orsök eða afleiðing einkennanna. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 49 nemendur við Háskóla Íslands, 29 voru lágir og 20 voru háir á mælingu á ótta við mengun og smit. Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, þeir leystu athyglisblikksverkefni í tölvu og þreyttu hegðunarpróf sem fólst í því að nálgast viðbjóðstengt áreiti. Athyglisblikksverkefnið (e. attentional blink task) innihélt truflandi myndir (hlutlausar, ógnandi, mengandi og viðbjóðslegar) sem birtust 200 eða 800 millisekúndum á undan markáreiti sem fól í sér aðgreiningarverkefni. Helmingur þátttakenda tók athyglisblikksverkefni fyrir hegðunarpróf en hinn helmingurinn á eftir. Öfugt við spár kom ekki fram athyglisskekkja í kjölfar mengandi og viðbjóðstengdra mynda hjá þeim sem óttast smit og mengun, hvorki fyrir né eftir hegðunarpróf. Svarnákvæmni hjá þeim sem voru með mikinn ótta við mengun og smit og fóru í athyglisblikksverkefni eftir hegðunarpróf var almennt lág óháð myndategund sem bendir til almennra truflunaráhrifa. Svarnákvæmni hárra og lágra var svipuð fyrir hegðunarpróf en ólík eftir hegðunarpróf. Líkt og búist var við luku háir færri skrefum í hegðunarprófi og greindu frá meiri viðbjóði í kjölfarið, ásamt því að neikvæð geðhrif jukust. Þó að athyglisskekkja hafi ekki komið fram benda niðurstöður til þess að athyglisskekkja sé ekki orsök heldur frekar afleiðing eða næmisþáttur sem kviknar við upplifun á viðbjóði.

Accepted: 
  • Jun 1, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27745


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Athyglisskekkja og ótti við mengun og smit í úrtaki háskólanema - Íris og Nína.pdf641.36 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf218.79 kBLockedYfirlýsingPDF