Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27748
Bakgrunnur: Óráð er alvarlegt sjúkdómsástand sem hendir allt að 50% aldraðra einstaklinga á sjúkrahúsum og hefur oft alvarlegar afleiðingar. Þrátt fyrir algengi óráðs er það vangreint vandamál og ekki nægilega skráð. Aldraðir einstaklingar og þeir sem hlotið hafa mjaðmabrot eru meðal þeirra sem eru í mestri hættu á að fá óráð. Talið er að hægt sé að fyrirbyggja óráð í um 30-40% tilvika. Með fullnægjandi skráningu og viðeigandi skimunar- og greiningartækjum er hægt að draga úr tíðni og framvindu þessa sjúkdómsástands.
Tilgangur/markmið: Leitast var við að varpa ljósi á hvort endurskoðun hjúkrunarferla í lok árs 2013 og innleiðing klínískra leiðbeininga vorið 2015 hafði áhrif á hjúkrunarskráningu óráðs. Jafnframt var athugað hversu hátt hlutfall einstaklinga 67 ára og eldri sem lögðust inn á bæklunarskurðdeildir vegna mjaðmabrots fengu hjúkrunargreiningar tengdar óráði á tilteknu fimm ára tímabili.
Aðferð: Framkvæmd var afturvirk lýsandi þversniðsrannsókn á rafrænum sjúkraskrám sjúklinga á tímabilinu 01.01.2012-31.12.2016. Í úrtaki voru alls 1116 (N=1116) einstaklingar 67 ára og eldri sem lögðust inn á sjúkrahús vegna mjaðmabrots. Eftirtaldar breytur voru athugaðar: kyn, aldur, hjúskaparstaða, afdrif og hjúkrunargreiningarnar: bráðarugl og hætta á bráðarugli og hversu oft þær komu fyrir í úrtakinu.
Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að marktæk (p=0,001) aukning var í notkun á hjúkrunargreiningunni hætta á bráðarugli milli ára eftir innleiðingu klínískra leiðbeininga. Ekki var marktækur (p=0,826) munur í notkun á hjúkrunargreiningunni bráðarugl milli ára á skilgreindu tímabili rannsóknar.
Ályktun: Endurskoðun hjúkrunarferla í lok árs 2013 hafði lítil áhrif á hjúkrunarskráningu tengda óráði. Innleiðing klínískra leiðbeininga 2015 kom fram í aukinni notkun á hjúkrunargreiningunni hætta á bráðarugli og þar sem marktækur munur var þar á milli er hægt að álykta að innleiðingin hafi tekist á árangursríkan hátt með tilliti til hjúkrunarskráningar. Gefa niðurstöður rannsóknar því vísbendingar um jákvæð áhrif klínískra leiðbeininga á skimun við óráði.
Lykilorð: Óráð, bráðarugl, mjaðmabrot, hjúkrunarskráning, skimun, áhættuþættir, aldraðir, hjúkrunargreiningar.
Background: Delirium is a serious condition that affects up to 50% of the elderly population in hospitals and can be fatal. Individuals with dementia and those who have had hip fractures are among those who are at highest risk for developing delirium. Delirium can be prevented in about 30-40% incidents. Additionally with appropriate screening and diagnostic tools, the frequency and progress of the condition can be reduced.
Objective: Efforts were made to highlight whether nursing processes in the fall of 2013 affected the neglect of nursing documentation as well as the introduction of clinical guidelines in spring 2015. It was also observed how a high proportion of subjects 67 years of age and older who were admitted to the orthopaedic department for hip fractures were given nursing diagnosis related to delirium in this particular four year period.
Method: The research is a cross-sectional retrospective with descriptive research design based on nursing documentation in medical records 01.01.2012-31.12.2016. The total sample consists of 1116 (N=1116) patients aged 67 years and older who were admitted to the orthopaedic department after hip fracture. The following parameters were observed: gender, age, marital status, fate, nursing diagnosis and their frequency.
Results: The results of the study revealed that following the introduction of the clinical guidelines in 2015, there has been a significant increase (p=0,001) in the use of nursing diagnosis. There was not a significant difference (p=0,826) in the use of the nursing diagnosis associated with delirium.
Conclusion: The review of nursing processes at the end of 2013 did not show any significant success. The introduction of clinical guidelines in 2015 was successful in ways that there was increase in use of nursing diagnosis in regards to delirium. It can be concluded that the implementation has been successful in terms of nursing documentation. Therefore, the results of the study provide evidence of positive effects of clinical guidelines on delirium screening.
Keywords: Delirium, hip fracture, nursing documentation, screening, risk factors, elderly, nursing diagnosis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Úttekt á tíðni hjúkrunargreininga óráðs hjá öldruðum sjúklingum með mjaðmabrot á LSH 2012-2016 .pdf | 1.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal .pdf | 144.12 kB | Lokaður | Yfirlit |