is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27749

Titill: 
  • „Hvað mótar og hvernig má efla heilsulæsi jaðarhópa?" Hindranir, úrræði og heilsuefling
  • Titill er á ensku "What affects health literacy in marginalized groups and how to improve it" Barriers, resources and health promotion
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar fræðilegu samantektar var jaðarhópar, heilsulæsi og þau úrræði sem eru í boði fyrir jaðarhópa. Jaðarhópar eru einstaklingar sem eru settir á jaðarinn af samfélaginu og getur það verið vegna kynþáttar, samfélagslegrar stöðu eða lífsstíls. Í þessu verkefni var aðallega skoðaður hópur vímuefnaneytenda og einnig heimilislausra en ekki er óalgengt að einstaklingar sem tilheyra öðrum hópnum tilheyri einnig hinum. Heilsulæsi er skilgreint sem geta einstaklingsins til að afla, vinna úr og skilja heilbrigðisupplýsingar og hvaða þjónustuúrræða leita ætti til í því skyni að taka ákvarðanir varðandi heilsu.
    Mikil aðsókn er í sérúrræði ætluð jaðarhópum og eru skjólstæðingar ánægðir með þá þjón¬¬ustu sem þar er veitt. Einstaklingar innan hópsins forðast margir að leita sér aðstoðar hefð¬bund¬innar heilbrigðisþjónustu þangað til veikindi eru orðin bráð og þarfnast tafarlausrar meðferðar. Í verkefninu var því reynt að afla upplýsinga um hver ástæðan var fyrir því og fundust ógrynni heimilda sem tengjast upplifun jaðarhópa af fordómum í sinn garð frá heilbrigðisstarfsfólki.
    Tilgangur verkefnisins var að kanna heilsulæsi jaðarhópa og hvað það væri sem hefði áhrif á það. Skoðað var aðgengi jaðarhópa að heilbrigðisþjónustu og þær hindranir sem á vegi þeirra verða við að sækja sér þá þjónustu. Úrræði ætluð jaðarhópum voru einnig skoðuð og hvernig þau hefðu bætt þjónustu við þá. Unnið var að gerð fræðslubæklings, um örugga sprautunotkun, til eflingar á heilsulæsi í samvinnu við Rauða kross Íslands. Þá var einnig fjallað um hlutverk hjúkrunarfræðinga í þjónustu við jaðarhópa og komið með tillögur að úrbótum þar sem hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki.

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSLOKASKILlagfært.pdf523.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_9753.JPG909.16 kBLokaðurYfirlýsingJPG