is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27750

Titill: 
 • Öryggi við gjöf ópíóíða: Eftirlit hjúkrunarfræðinga með sjúklingum sem fá ópíóíða á sjúkrahúsum
 • Titill er á ensku Safe opioid administration: Nurses’ monitoring of patients receiving opioids in the hospital setting
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Öndunarbæling af völdum ópíóíða er líklega alvarlegasta aukaverkun þeirra þar sem hún getur aukið líkur á hjartastoppi eða dauða. Ópíóíðar eru mikið notuð lyf til verkjastillingar á sjúkrahúsum og því er mikilvægt að koma í veg fyrir öndunarbælingu eða greina einkenni hennar snemma svo hægt sé að stöðva framgang hennar. Hjúkrunarfræðingar gegna þar lykilhlutverki en þeir geta mögulega komið í veg fyrir öndunarbælingu með því að viðhafa reglulegt eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða.
  Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu öruggir við notkun ópíóíða og hafi viðeigandi þekkingu á því hvernig best sé að viðhafa eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða vegna hættu á öndunarbælingu. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á ráðleggingar um eftirlit hjúkrunarfræðinga með sjúklingum sem fá ópíóíða og greina frá því hvaða mælitæki hentugt er að nota til að meta slævingu og öndunarbælingu. Leitað var að rannsóknar- og tímaritsgreinum um eftirlit hjúkrunarfræðinga auk þess sem bornar voru saman niðurstöður rannsókna um ýmis mælitæki sem meta slævingu.
  Niðurstöður samantektarinnar gefa til kynna að það sé á ábyrgð hjúkrunarfræðinga að viðhafa reglulegt eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða. Hjúkrunarfræðingar ættu að meta alla sjúklinga sem fá ópíóíða með tilliti til öndunar og slævingar auk þess sem æskilegt er að hjúkrunarfræðingar meti áhættuþætti fyrir öndunarbælingu. Alls fundust fimm mælitæki sem notuð eru til að meta slævingu sjúklinga af völdum ópíóíða. Þar af höfðu þrjú mælitæki staðfest réttmæti og áreiðanleika, POSS, RASS og MRPSS. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna virðist POSS mælitækið áreiðanlegast og voru hjúkrunarfræðingar almennt ánægðastir með það. Þörf er á verklagsreglum hér á landi svo eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða verði skilvirkara. Einnig er þörf á aukinni vitundarvakningu um ábyrgð hjúkrunarfræðinga að viðhafa reglulegt eftirlit sem byggt er á gagnreyndri þekkingu.
  Lykilorð: Öndunarbæling, ópíóíðar, mat, eftirlit og hjúkrun

 • Útdráttur er á ensku

  Opioid induced respiratory depression is probably the most severe side effect of opioids as it can cause cardiac arrest in patients and even death. Opioids are commonly used to treat pain in hospitals and consequently it is important to prevent respiratory depression or identify preceding symptoms of respiratory depression in order to prevent severe impact on respiratory function. Nurses play a key role in preventing opioid induced respiratory depression by monitoring patients receiving opioids.
  It is crucial that nurses have self-confidence and knowledge of the best practices for monitoring patients receiving opioids because of the risk of respiratory depression. The purpose of this theoretical review was to address nurses’ monitoring guidelines on patients receiving opioids and to assess what sedation scales can be used to assess opioid induced sedation. Data regarding nurses’ monitoring practices were collected from multiple sources and research articles about various sedation scales were compared.
  The results obtained from this review indicate that it is the nurses’ responsibility to monitor patients receiving opioids. Nurses should assess all patients who receive opioids with regard to respiratory function and sedation, in addition to assessing risk factors for opioid induced respiratory depression. In total, five sedation scales were found. Three of those had confirmed validity and reliability, POSS, RASS and MRPSS. According to the results it appears that POSS is the most reliable and generally the favoured sedation scale by nurses. In Iceland there is a great need for protocols or guidelines regarding monitoring practices on patients receiving opioids in purpose of making the monitoring more efficient. There is also a need for increased awareness about nurses’ responsibility to use monitoring practices based on evidenced based knowledge.
  Key words: Respiratory depression, opioids and assessment, monitoring and nursing.

Samþykkt: 
 • 1.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrun_Maria_Valsdottir_BS_ritgerd.pdf976.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16 (2).pdf19.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF