is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27752

Titill: 
  • Myndun fornrar óseyrar við Skorholt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Siðjökulskeiði lá jökull yfir Borgarfirði og Melasveit í nokkrum myndum eftir hámark seinasta jökulskeiðs á Íslandi. Landslag þessa landshluta ber þess merki að mikill skriðjökull hefur gengið í nokkrum lotum fram yfir Melasveit, en mikla jökulgarða og malarhjalla má sjá greinilega frá þjóðveginum. Einn slíkra malarhjalla stendur við bæinn Skorholt, og hafa setlög fornrar óseyrar í hjallanum verið reglulegt viðfangsefni rannsókna á svæðinu. Þessar rannsóknir hafa beinst einna helst að jöklunarsögu og afstæðri sjávarstöðu í gegnum Síðjökulskeið á Vesturlandi.
    Malarhjallar eru miklir sethaugar fornra óseyra, sem standa á þurru landi vegna lægri sjávarstöðu, oft í töluverðri hæð. Afstæð sjávarstaða við Ísland varð fyrir miklum breytingum í gegnum Síðjökulskeið, en slíkar sjávarstöðubreytingar eiga sér að mestu stað vegna fargs og hörfunar ísaldarjökulsins, sem að með þyngd sinni raskaði flotjafnvægi jarðskorpunnar.
    Niðurstöður fyrri rannsókna sýna fram á það að set sem myndaði óseyrina við Skorholt barst með jökli úr Borgarfirði. Myndum umræddrar óseyrar átti sér að öllum líkindums stað á Yngra-Dríasskeiði, þegar jökull gekk fram í Melasveit í seinasta sinn á Síðjökulskeiði. Þ.a.l. hafa þessi setlög ekki orðið fyrir miklu hnjaski síðan þá, en breytileg sjávarstaða í kjölfar þessara atburða hefur sett mark sitt á myndanir sem finna má ofan á óseyrinni við Skorholt.

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_verkefni-0209922479.pdf23.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SYR_yfirlysing.jpg2.81 MBLokaðurYfirlýsingJPG