is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27753

Titill: 
  • Heilsulæsi: Þýðing og staðfæring mælitækisins Health Literacy Europe (HLS-EU)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er fyrir einstaklinga að vera meðvitaðir um eigin lífsstíl og heilsufar, því hver og einn ber ábyrgð á eigin heilbrigði. Til þess að einstaklingar geti skilið upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki, nýtt sér og tekið upplýstar ákvarðanir um eigin heilsu og metið hvenær og hvert eigi að leita eftir þjónustu heilbrigðisstarfsmanna, þarf það að auki að vera heilsulæst (e. health literacy). Þekking á hugtakinu er að aukast um heim allan, meðal annars fyrir tilstilli rannsókna. Undir heilsulæsi flokkast alhliða heilsa einstaklingsins, það er líkamleg, andleg og félagsleg heilsa.
    Í Evrópu hafa rannsóknir sýnt að nálægt helmingur einstaklinga er með takmarkað heilsulæsi, en ekki er mikið vitað um heilsulæsi Íslendinga. Ýmis mælitæki hafa verið hönnuð til þess að mæla heilsulæsi en ekkert þeirra hefur verið þýtt og staðfært á íslensku. Því var markmið þessa verkefnis að þýða og staðfæra evrópska mælitækið Health Literacy Europe (HLS-EU Q86), sem er 86 spurninga mælitæki sem tekur á fjölmörgum heilsufarslegum þáttum einstaklingsins, svo sem andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu hans. Eftir að þýðingarferlinu (frumþýðing, bakþýðing, samráð) lauk var mælitækið lagt fyrir tíu manns á aldrinum 20-74 ára, valda af handahófi, sem gáfu ábendingar og settu fram athugasemdir um það sem betur mætti fara. Vonast er til að þess að hægt sé að nýta mælitækið til rannsókna á heilsulæsi Íslendinga og í framhaldi af því þróa styttri útgáfur þess (Q47 og Q16) til dæmis til skimana í lífstílsmóttökum í heilsugæslum.
    Lykilorð: Heilsulæsi, Mælitæki, HLS-EU,  þýðing,  fullorðnir, lýðheilsa

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HLS-EU -lokaskjal.pdf414.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_7878.pdf1.9 MBLokaðurYfirlýsingPDF