Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27759
Kísill fellur til í þúsundum tonna hjá Reykjanesvirkjun en þar er heitur jarðsjór aðskilinn frá gufunni í skiljustöð og er hann ónýtanlegur, meðal annars vegna kísilsins sem hann hefur að geyma. Jarðsjórinn inniheldur auk kísils sölt, aðallega natríumklóríð en möguleiki er að hreinsa hann nógu vel til að eftir standi 98-99,9% kísildíoxíð.
Vermæti kísils eru mjög háð hreinleika hans, yfirborðsflatarmáli og holustærð. Hreinn kísill er meðal annars notaður í ýmis konar iðnað í formi kísilsands eða iðnaðarsands en til að það sé hægt þá er gerð lágmarkskrafa um hreinleika hans sem er 95%. Kísill er meðal annars notaður í glergerð, sem fylliefni í málningu og þekjuliti, dekkjagúmmí, steypu og fleira. Verkefni þetta skiptist niður í þrjá hluta þar sem fyrsti hlutinn felst í því að hreinsa kísilinn frá Reykjanesvirkjun nægilega vel til að hann stæðist lágmarkskröfur um hreinleika, annar hluti verkefnisins snýst um að nota kísilinn sem íblöndunarefni í gróðurmold og að lokum felst þriðji hlutinn í því að kanna notkunarmöguleika hans í glergerð og sem fylliefni í málningu.
At Reykjanes geothermal power plant there are thousands of tons of silica that accumulate in the surrounding environment. The silica comes from the hot geothermal brine that is separated from the steam in the separator station of the power plant and it makes the brine useless because of all the silica it contains. One of the components of silica is chloride, but it is possible to rinse it so it contains 98-99,9% of silicon dioxide.
The price of the silica is dependent on its purity, surface area and pore size. Clean silica is used for example in various industry in the form of silicasand or industrial sand, but in order for that to be possible, it requires the silica to be at least 95% pure. Silica is used for glassmaking, as a filler in paints and coatings, tire rubber, concrete and more.
This research is divided into three parts, with the first part involving cleaning the silica from the Reykjanes geothermal power plant sufficiently to achieve the minimum silica purity requirements. The second part of the project is to use the silica as an additive in soil and finally the third part of it is to explore its uses in glassmaking and as an additive in paint.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Nýting á kísil sem íblöndunarefni í mold og til iðnaðar.pdf | 2,77 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 403,84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |